Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Sunnudagur, 21. október 2018
NV  7 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Október 2018
SMŢMFFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 11:00 NV 7  2°C
Reykir í Hr 11:00 SV 3  2°C
Reykjavík 11:00 V 5  4°C
Akureyri - 11:00 VSV 6  4°C
Egilsstaðaf 11:00 S 10  5°C
Haugur 11:00 VSV 5  1°C
Holtavörðuh 11:00 NNV 3  0°C
Þverárfjall 11:00 VNV 8  -1°C
Laxárdalshe 17:00 SV 13 1°C
Brúsastaðir 11:00 NNV 3  1°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 11:10 N 2 -0°C
Laxárdalsh. 12:17 0 0°C
Vatnsskarđ 11:00 V 7 -1°C
Ţverárfjall 11:10 VNV 8 -1°C
Kjalarnes 11:10 V 7 4°C
Hafnarfjall 11:10 VNV 3 3°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. október 2018
Nú myrkrið læðist að
Gaman var að heyra að menningarverðlaun DV fyrir 2017 í flokki myndlistar, voru veitt húsráðendum á Kleifum þeim Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari Arnarssyni en þau hafa síðastliðin tvö sumur staðið fyrir frumlegum og áhugaverðum sýningum í gömlu fjárhúsunum á Kleifum.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
19. október 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. október 2018
Eftir Magnús Ólafsson
09. október 2018
Eftir Magnús Ólafsson
08. október 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
26. september 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. september 2018
Eftir Guðmann Jónasson
02. september 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. ágúst 2018
Náttúruperlan Flóðið.
Náttúruperlan Flóðið.
Bærinn Bjarnastaðir á miðri mynd.
Bærinn Bjarnastaðir á miðri mynd.
 Bærinn Bjarnastaðir t. vinstri á myndinni. Á þessari mynd sést vel hvar skriðan hefur komið niður fjallið, stíflað ána og runnið c.a. 500 m vestur fyrir árfarveginn og yfir þá hóla sem þar voru að einhverju leiti þegar komnir.
Bærinn Bjarnastaðir t. vinstri á myndinni. Á þessari mynd sést vel hvar skriðan hefur komið niður fjallið, stíflað ána og runnið c.a. 500 m vestur fyrir árfarveginn og yfir þá hóla sem þar voru að einhverju leiti þegar komnir.
Pistlar | 09. október 2018 - kl. 09:19
Bjarnastaðaskriða
Eftir Magnús Ólafsson

Síðustu nótt, aðfaranótt 8. október, voru 298 ár frá því Bjarnastaðaskriða féll úr Vatnsdalsfjalli og tók af bæinn Bjarnastaði. Þar fórust 7 manns. Þetta var mikil skriða sem stíflaði Vatnsdalsá og myndaði Flóðið. Vatnið náði allt fram hjá Hvammi í Vatnsdal fyrstu dagana eftir að skriðan féll og spillti engjum á mörgum bæjum og skerti búsetumöguleika hjá þeim sem þá bæi byggðu. Síðan braut vatnið sér leið yfir skriðuna.

Á þeim tæplega 300 árum sem eru síðan skriðan féll hefur framburður árinnar stækkað engjalönd og minnkað ummál Flóðsins. Flóðið er mikil náttúruperla þó þannig hafi fólk örugglega ekki litið á þetta náttúruundur fyrstu áratugina eftir skriðufallið.

Ólafur Jónsson, sem manna mest hefur kannað skriðuföll á Íslandi, telur upptök Bjarnastaðaskriðu í um 650 metra hæð. Farið eftir skriðuna sé um 150-200 metra breitt að ofan en um 250-300 metra breitt að neðanverð og skriðan hafi verið um 20 metra djúp að meðaltali. Norðurjaðar Bjarnastaðaskriðu hefur farið yfir Skíðastaðaskriðu í Hnausunum, en Bjarnastaðaskriða er mun stórgrýttari en hún. Að sunnan er jaðar skriðunnar auðþekkjanlegur. Skriðan hefur steypst yfir ána og fallið vestur með álmu af Vatnsdalshólunum.

Óhemju stór skriða
Af þessari lýsingu má sjá hversu óhemju mikið framhlaup þessi skriða hefur verið. Skriðan fór yfir bæinn á Bjarnastöðum og dóu þar 7 manns. Sú jörð var lengi í eyði en er komin í byggð á ný árið 1752, enda mikið kapp lagt á að byggja klausturjarðir. Vatnsdalshólar voru í eyði nokkur ár eftir að skriðan féll enda hurfu öll engi jarðarinnar og tún. Á þessum tíma voru flestar jarðir á þessu svæði í eigu Þingeyraklausturs. Flestir ábúendur á jörðunum næst sunnan við skriðuna, sögðu jörðum sínum lausum enda verulega skertir búsetumöguleikar á mörgum jörðum. Þá hefur örugglega verið mikill óhugur í fólki að búa á þessu svæði fyrst eftir slíkar náttúruhamfarir. Stóð lengi í þrefi milli klausturhaldara og leiguliða um afgjald og lækkaði leigan víða um 20-30% og virtist samt æði há eftir því sem segir í samtímaheimlildum. Jafnframt var leigugjaldið eftir Þingeyraklaustursumboðið til konungs lækkað um 20 ríkisdali, sem var nálægt 10% lækkun. Umboðið átti þá um 60 jarðir í Húnaþingi. Í skýrslum frá þessum tíma er miklu máli eytt í að meta skaðann á flóðajörðunum og þrefa um afgjald og leigu, kúgildi og því um líkt, en hvergi er getið um nöfn þeirra manna sem fórust á Bjarnastöðum.

Samtímaheimildir
Jón Torfason skrifaði um Bjarnastaðaskriðu í bók um Vatnsdalsá sem út kom hjá bókaútgáfunni Dyngju á Hofi 1990. Í sinni grein segir hann að til séu ýmis konar samtímaskýrslur um skriðufallið. Þar vitnar hann t.d. í bréf og skýrslur frá sýslumanni til amtmanna og konungs og snerta þær einkum lækkun á eftirgjaldi eftir jarðir Þingeyraklausturs sem urðu fyrir tjóni af skriðunni og vatnsflóðinu. Efnismest eru þingvitni, sem tekin voru á Sveinsstöðum dagana 10.-13. júní 1721 að boði Nielsar Fuhrmanns amtmanns. Vitnaleiðslunni stjórnaði Jens Mats Spendrup sýslumaður Skagafjarðar. Þarna voru kallaðir til bestu bændur úr nágrenninum, sýslumaður Húnvetninga og presturinn í Steinnesi. Þá fór fram ýtarleg vettvangskönnun, skriðan mæld og dýpt uppustöðuvatnsins könnuð.

Í skýrslu sem gerð var eftir vettvangsgöngu upp í fjallið kom fram að skriðan neðantil við tindinn í fjallinu, þar sem hún byrjaði að steypast fram, var á breidd 150 faðmar en stykkið sem brast fram úr fjallinu var um 90 faðmar á þykkt. Síðan breikkar skriðan á báðar hliðar meir og meir eftir því sem neðar dregur í fjallið. Fjallstindurinn ofan við skriðuna er brostinn og sundursprunginn, en ekki tókst að mæla breidd sprungunnar, því hún var þakin snjó, sem nýlega hafði fallið. Breidd skriðunnar þar sem bærinn á Bjarnastöðum hafði staðið var mæld 375 faðmar.

Stórt vatn
Dýpt flóðsins var mælt og segir svo í skýrslu. „Framan við klausturjörðina Hjallaland, sem er austan megin í dalnum, var á beitilandi jarðarinnar og á undirlendi hálfrar þriðju álnar djúpt vatn. Einnig á engjum jarðarinnar, sem frá fornu fari hafa legið fram á árbakkanum, var næstum þriggja álna djúpt vatn. Á öðru engi, sem liggur móts við Hvammsengi, var einnar og hálfrar álna djúpt vatn.“ Þá kemur fram í skýrslunni að tveggja álna djúpt vatn var á engjum í Hvammi en ekki var hægt að mæla dýpt vatnsins á Flöguengjum því ekki var unnt að komast þar um á bát vegna grynninga.

Á Helgavatni er dýptin á vesturhluta engjanna og beitilandsins þar 3 og ¼ álnir. Á engi Hnjúks var dýptin 2 og ½ alin. Á Breiðabólstaðar og Miðhúsaengjum var dýpið þrjár álnir og þrír fjórðungar annars vegar og fjórar álnir hins vegar. Á Hólabaksengi var dýptin fjórar álnir og einn fjórðungur. Á Hólaengi 4 og ¼ álnir en á túni þeirrar jarðar við túngarðinn þrjár álnir og þrír fjórðungar. Við bæjarhúsin á Hólum var dýpið  á túninu 1 og ½ alin.

Þrjár kvíslar
Dýpið næst skriðunni var um fimm álnir fyrir ofan og sunnan farveginn sem áin hefur náð að mynda yfir skriðuna. Farvegurinn yfir skriðuna reyndist vera 63 faðmar. Þegar kemur yfir skriðuna skiptist afrennslið í þrjár kvíslar. Ein rennur austur fyrir heimaland klaustursins, sem kallað er Hnausar, gegnum tjörn, Skriðutjörn. Önnur rennur þvert yfir haga og engi áðurnefndrar jarðar, Hnausa, út í tjörn sem heitir Svanatjörn. Minnsta kvíslin rennur vestur út í hinn gamla farveg árinnar.

Í skýrslunum er einnig lýst hvernig áin hefur brotið sér leið yfir skriðuna og hvernig umhorfs sé á þessu svæði þarna á vordögum eftir þetta mikla skriðuhlaup. Þar kemur fram að breidd skriðunnar þar sem gamli farvegur árinnar var sé um 320 faðmar. Þá segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“  Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu steinanna 30-40 metra.  

Leir og eðja
Jóhann Gottorp sýslumaður gaf skýrslu, en hann kom á vettvang skömmu eftir að skriðan féll. Þar lýsir hann hvernig umhorfs var á þeim tíma og segir m.a. að hvorki hann né þeir sem með honum voru hefðu vogað sér út á skriðuna því hundur sem hljóp á undan þeim sökk svo djúpt í leir og eðju. Í þessari samtímaskýrslu sýslumanns kemur fram að auk þess fólks sem fórst í skriðunni hafi öll bæjarhús eyðilagst, tvö kúgildi klaustursins fórust og annar fénaður. Leigufénaður sem var úti, uppi í fjallinu lifði. Ekkert hefur fundist af því fólki eða skepnum sem fórst, húsum eða heyi, nema eitt mannslæri, sem fannst úti í vatninu í vetur, beinbrot úr hesti eða kind og loks nokkur smásprek af húsavið eða smátrjám.

Þá kemur fram í skýrslu sýslumanns að hann hafi þann 24. október farið með 20 menn til þess að athuga hvort unnt væri að ræsa flóðið fram, en það reyndist ógerlegt með öllu. Áherslan sem lögð var á að sýna fram á að ómögulegt væri að ræsa flóðið fram stafar vafalaust af því að nauðsynlegt var að sanna að allt hafi verið reynt til að koma í veg fyrir tjón af flóðinu, því vegna þess varð að lækka leigugjald á jörðum klaustursins í neðanverðum Vatnsdal.

Lífshætta að fara út á skriðuna
Svipaða skýrslu gefur Ormur Bjarnason prestur í Steinnesi, sem reyndi að komast að bænum á Bjarnastöðum daginn eftir skriðuna. „En okkur var ógerlegt án lífshættu að komast áfram í skriðunni nema tvær til þrjár álnir fyrir leir og eðju.“ Þá voru sendir menn upp fjallið og tókst þeim með erfiðsmunum að komast það nærri að þeir gátu fullvissað sig að þar sæust engin ummerki hvorki um byggingar, menn eða skepnur. Í skýrslu sinni kemur Oddur inn á það eins og Jóhann sýslumaður að ógerlegt sé með öllu að ræsa flóðið fram

Skrifað 8 október 2018
Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.

Höf. rzg
Fremst á mynd. Ásdís á Hofi með hrútinn sem sigraði í flokki mislitra.
Fremst á mynd. Ásdís á Hofi með hrútinn sem sigraði í flokki mislitra.
Fréttir | 20. október 2018 - kl. 22:40
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson
Sauðfjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt hrútasýningu í dag að Hvammi 2 í Vatnsdal. Þar voru sýndir 40 lambhrútar í eigu félagsmanna frá ellefu bæjum. Lambhrútunum var skipt í þrjá flokka, mislita, hvítir kollóttir og hvítir hyrndir. Í floknum mislitir stóð hrútur frá Hofi efstur. Faðir hans er Molli (13-984) og móðurfaðir Höddi (13-180). Heldur fleiri hrútar voru í flokknum hvítir kollóttir og enn fleiri hrútar í flokknum hvítir hyrndir. Í flokknum hvítir kollóttir sigraði hrútur frá Kornsá. Faðir hans er Magni (13-944), en móðurfaðir hans er Steingrímur (11-790) frá Heydalsá.
Glaðheimar
Fyrirtæki ársins.
Fyrirtæki ársins.
Fréttir | 20. október 2018 - kl. 15:03
Fréttatilkynning
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2018 fór fram í fyrradag í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu.
Tilkynningar | 20. október 2018 - kl. 14:56
Frá Skotfélaginu Markviss
Stundvíslega klukkan 10 hófst afmælissýning Skotfélagsins Markviss, en félagið varð 30 ára þann 2. september síðastliðinn. Það er margt forvitnilegt að sjá hjá okkur í dag. Keppnisbyssur, herriflar, veiðbyssur, bogar, skammbyssur og þannig mætti lengi telja. Hvetjum ykkur öll til að kíkja við hjá okkur í dag.
Sameining A-Hún
Pistlar | 19. október 2018 - kl. 16:22
Kvenfélagið Vaka er 90 ára gamalt félag, sem við viljum blása nýju lífi í. Kvenfélagið fundar fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Áhugasamar konur endilega hafið samband við Sigríði Eddý Jóhannsdóttur formann. Við höfum staðið fyrir ýmsum söfnunum til hjálpar í okkar nærumhverfi í gegnum árin og erum enn að. Síðustu ár höfum við safnað m.a fyrir blöðruskanna á sjúkrahúsið, stólum í Félagsheimilið, bókakaupum í bókasafnið í skólanum og spjaldtölvum fyrir börn með fötlun til að nota í leikskólanum.
Fréttir | 19. október 2018 - kl. 14:05
Eitt af áhersluverkefnum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra árið 2016 var að kanna grundvöll að sumarskóla í listum og skapandi greinum fyrir börn og unglinga á Norðurlandi vestra. Þörfin var metin með kynningum og könnunum í skólum sveitarfélagsins frá maí til september árið 2017 í sjö af níu skólum á Norðurlandi vestra, þarf af var einn framhaldsskóli.
Pistlar | 19. október 2018 - kl. 13:47
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Í gamalli en góðri bók sem er reyndar margar bækur saman komnar í einni, stundum kölluð bók bókanna, er að finna óendanlega uppsprettu góðra gilda og hugmynda, vonar og kærleika, lífs, ljóss og friðar. Þar hvetur höfundur og fullkomnari lífsins okkur meðal annars til að elska náungann eins og okkur sjálf. Elska án skilyrða eða fordóma og koma náunganum til hjálpar eftir fremsta megni. Vera brennandi af fórnandi kærleika sem hlúir að, umvefur og hjúkrar, skiptir sköpum og bjargar.
Fréttir | 19. október 2018 - kl. 13:46
Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með körfuboltanámskeið á Blönduósi mánudaginn 22. október frá klukkan 9-12. Vetrarfrí er í mörgum grunnskólum landsins þennan dag og þar á meðal í Blönduskóla. Forsvarsmenn KNV segja að mikill áhugi hafi verið á námskeiðum skólans. Ákveðið hafi verið að láta slag standa og prófa hvort nemendur myndu hafa áhuga á mæta á körfuboltanámskeið á mánudaginn í staðinn fyrir að verja deginum heima.
Húnavallaskóli
Húnavallaskóli
Tilkynningar | 18. október 2018 - kl. 13:24
Frá nemendum í 9. og 10. bekk Húnavallaskóla
Föstudaginn 19. október verður spilakvöld í Húnavallaskóla. Spiluð verður félagsvist og inn kostar 500 krónur. Verðlaun fyrir stigahæstu spilara. Byrjað verður að spila klukkan 20:00. Sjoppa verður á staðnum og vonumst við til að sjá sem flesta. Enginn posi.
Fréttir | 18. október 2018 - kl. 13:14
Skagfirski kammerkórinn ræðst í stórverkefni í tilefni afmælis fullveldis á Íslandi og flytur verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter í Miðgarði á laugardaginn klukkan 16. Kórinn hefur fengið til samstarfs við sig hljómsveitarstjórann Guðmund Óla Gunnarsson, Sinfóníettu Vesturlands, Kammerkór Norðurlands og Kalman listfélag á Akranesi. Einsöngvari í verkinu er Helga Rós Indriðadóttir sópran sem jafnframt er söngstjóri Skagfirska kammerkórsins.
Fréttir | 18. október 2018 - kl. 11:34
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er að hefja vetrarstarf sitt og er margt spennandi í bígerð fyrir tímabilið. Æfingar verða í Blönduóskirkju á mánudögum og í Húnaveri á fimmtudögum. Kórinn er opinn fyrir því að bæta við sig fleiri söngmönnum og er áhugasömum bent á að setja sig í samband við Skarphéðinn H. Einarsson kórstjóra í síma 861-8850. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er 93 ára gamall. Kórinn hélt fyrstu söngskemmtun sína í Þinghúsinu í Bólstaðarhlíð 26. apríl 1925.
Við undirritun samnings. Unnur Valborg og Stefán. Ljósm: ssnv.is.
Við undirritun samnings. Unnur Valborg og Stefán. Ljósm: ssnv.is.
Fréttir | 17. október 2018 - kl. 12:33
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa fyrst landshlutasamtaka skrifað undir samning um vinnu við stöðugreiningu á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild. Greina á helstu orsakavalda kolefnislosunar eins og í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og neyslu íbúa. Að þeim niðurstöðum fengnum verða greindir möguleikar á minnkun á losun kolefnis og hvaða mótvægisaðgerðir komi helst til greina í landshlutanum. Umhverfisvöktun ehf. mun vinna verkefnið fyrir SSNV.
Fréttir | 17. október 2018 - kl. 09:54
Næsta kótelettukvöld Frjálsa kótelettufélagsins í Austur-Húnavatnssýslu verður haldið í Eyvindastofu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Veislustjóri verður Skagfirðingurinn góðkunni Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni og mun hann koma með gítarinn með sér. Kóteletturnar koma áfram frá SAH-Afurðum, raspið frá Vilkó og Björn Þór og félagar hjá B&S nota svo sömu aðferðirnar sem húnvetnskar ömmur notuðu við undirbúning og eldamennsku hér á árum áður ásamt meðlæti.
Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 20:25
Haldið var blakmót á Hvammstanga í fyrsta sinn um síðustu helgi. Mótið var liður í Íslandsmótinu í blaki í 4. deild kvenna. Kormákur mætti þar til leiks ásamt ellefu öðrum liðum. Mótið fór vel fram og voru gestir ánægðir með framkvæmd þess og umgjörð. Lið Kormáks sigraði tvo leiki, tapaði tveimur í oddahrinu, sem þýðir að stig fékkst úr leikjunum þrátt fyrir tap, og einn leikur tapaðist án þess að stig fengist. Kormákur fékk því samtals 6 stig og situr í 6. sæti. Efst er Keflavík og KA-Skautar.
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 11:36
Það hafa fleiri en verkfræðistofan Efla og Finna Birna Steinsson reynt að telja Vatnsdalshóla, sem hafa reyndar verið álitnir óteljandi. Í byrjun júlí árið 1960 héldu húnvetnskir skátar skátamót fyrir Norðlendinga við Vatnsdalshóla. Um 120 skátar, stúlkur og drengir frá fimm félögum tóku þátt í mótinu. Einkunnarorð mótsins voru: „Það er ekkert ómögulegt. Það sem er erfitt, gerum við strax, en það sem er ómögulegt tekur aðeins lengri tíma.“ Eitt af verkefnum skátanna var að kortleggja og telja Vatnsdalshóla.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spurning vikunnar
Hvort er það?
Kótiletta
Kóteletta
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ