Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 23:42 0 0°C
Laxárdalsh. 23:42 0 0°C
Vatnsskarð 23:42 0 0°C
Þverárfjall 23:42 0 0°C
Kjalarnes 23:42 0 0°C
Hafnarfjall 23:42 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 13. nóvember 2018 - kl. 10:12
Umhverfisvæn orka eða hvað?
Eftir Guðjón S. Brjánsson

Nýtingarflokkur eða verndarflokkur

Umhverfismál og orkunýting er mikið til umfjöllunar þessi dægrin enda er um stórfellt hagsmunamál að ræða fyrir þjóðina í aðsteðjandi orkuskiptum.  Ein er sú tegund orku sem við gefum hins vegar of lítinn gaum og það er starfsorkan, ekki síst sú nýting sem snýr að öryrkjum og eldri kynslóðinni. Hér getum við virkjað betur, virkjunarkostirnir eru margir og góðir hringinn í kringum landið og allir eru þeir umhverfisvænir. Svo líkingamálinu sé haldið áfram, þá má einnig spyrja sig hvort þessir hópar séu í nýtingarflokki eða verndunarflokki stjórnvalda. Fulltrúar bæði eldri borgara og öryrkja láta að því liggja í ræðu og riti að stjórnvöld hunsi hagsmuni þeirra og setji þá í raun í einhvers konar afgangsflokk. Þar megi hvorki með góðu móti afla sér tekna eða spara fé í banka án þess að grófar skerðingar komi til og ávinningur verði að engu.

Forgangur

Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði varðandi sinn lífeyri og þarf ekki frekari efnahagslega fyrirgreiðslu. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í talsverðum minnihluta. Við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður og þar í hópi er þorri öryrkja.

Vinna lengi

Það er svo sem ekki sjálfstætt markmið í sjálfu sér að sem flestir aldraðir séu þátttakendur í atvinnulífinu, vinni sem lengst og sem mest. Mikilvægt er að einstaklingar séu óbundnir að þessu leyti, þ.e. að þeir sem kjósa og hafa aðstöðu til geti valið að vinna lengi fram eftir aldri. Hlutskipti öryrkja er sérstaklega viðkvæmt í þessu sambandi.

Hlutfall eldri borgara á Íslandi er lægst meðal OECD-ríkjanna og atvinnuþátttaka þeirra er mikil, meiri en í nágrannalöndum okkar. Á aldursbilinu 65–69 ára er hlutfallið a.m.k. 53% en mun lægra, t.d. í Bretlandi, Svíþjóð, Hollandi og Danmörku. Þetta gerist þrátt fyrir það hamlandi og letjandi kerfi sem við búum við.

Breytt viðhorf til vinnu

Það tíðkast meðal flestra iðnvæddra þjóða að fólk fer frekar tímanlega á eftirlaun. Það gera Íslendingar síður, þeir fara seinna á lífeyri. Þessa stefnu iðnvæddra ríkja má rekja til þess að víða vildu stjórnvöld til skamms tíma hvetja eldra fólk til að hætta vinnu og rýma til fyrir hinum yngri. Með breyttri aldurssamsetningu, breyttum viðhorfum yngra fólks til vinnu og meira framboði eldri borgara sem vilja vinna þarf að endurskoða þessa hugsun. Fólk er heilsuhraustara nú en áður og fleiri geta verið lengur á vinnumarkaði. Í þessu tilliti er stuðst við álit Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og ráðleggingum hennar fylgt.

Hvernig standa þeir eldri sig?

Margar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfum til miðaldra eða eldra fólks á vinnustöðum. Þessar rannsóknir hafa m.a. verið gerðar vegna kenninga, viðhorfa og jafnvel  hindurvitna um að starfsmenn sem eru miðaldra eða eldri vinni hægar, eigi erfiðara en yngra fólk með að tileinka sér nýja tækni og aðferðir og því meiri líkur á að þeir hinir yngri verði fyrir valinu. Niðurstöður rannsókna hafa þó sýnt að eldra starfsfólk er mikils metið innan fyrirtækja vegna þeirra kosta sem það hefur. Þar má nefna góða starfsfærni, lífsreynslu, vandvirkni, ábyrgð í starfi og jákvætt viðhorf.

Álit íslenskra stjórnenda

Íslensk rannsókn, sem gerð var í meistaranámi ekki alls fyrir löngu, rýndi í upplifun og viðhorf stjórnenda til miðaldra og eldri starfsmanna. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru stjórnendur fyrirtækja innan verslunargeirans. Helstu niðurstöður sýndu að stjórnendur töldu eldri starfsmenn almennt hafa betra vinnusiðferði, sýndu nákvæmari vinnubrögð, betri mætingu og sýndu fyrirtækinu meiri hollustu. Meiri hluti stjórnenda greindi engan mun á því hvort eldri eða yngri starfsmenn leystu verkefni sín af hendi greiðar eða fyrr. Eldri starfsmenn voru frekar tilbúnir að deila reynslu sinni og þekkingu með öðrum en þeir yngri. Það helsta sem stjórnendum fannst að eldri starfsmenn mættu bæta var tölvufærni og internetnotkun. Almennt voru viðhorf til eldri starfsmanna því jákvæð.

Hvað segja þeir eldri sjálfir?

Gerðar hafa verið viðhorfskannanir meðal eldra fólks á Íslandi og spurt hvort það gæti hugsað sér að fara út á vinnumarkaðinn. Reyndar var tæplega helmingur svarenda í vinnu en þriðjungur sýndi að auki mikinn áhuga ef það hefði af því einhvern fjárhagslegan ávinning, ef það skerti ekki bætur þeirra til muna frá Tryggingastofnun ríkisins.

Samanburður ekki hagstæður

Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Á Íslandi nema þær aðeins um 5%. Þetta verður auðvitað að skoða í ljósi mismunandi lífeyrissjóðauppbyggingar. Ef athugað er hve mikið ríkið eitt greiðir til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2–3% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja til muna hærri í hinum norrænu ríkjunum.

Gerum betur

Sú umgjörð sem við búum öldruðum er aldeilis óviðunandi. Breytingar þarf að gera hratt. Við eigum ekki að láta okkur nægja þá hugsun að dropinn holi steininn. Almennar reglur eiga að gilda um aldraða í skattkerfinu rétt eins og um aðra borgara. Ef þeir kjósa að starfa á vinnumarkaði þar sem mikil þörf er fyrir þá er ekkert eðlilegra en að þeir greiði skatta og gjöld eins og hver annar borgari. Við þurfum hins vegar að tryggja að þeir sem ekki geta sótt vinnumarkaðinn, eða kjósa að gera það ekki, geti lifað sómasamlegu lífi af eftirlaunum sínum. Þannig var og er almannatryggingakerfið hugsað, að vera öryggiskerfi fyrir alla landsmenn.

Guðjón S. Brjánsson

Höf. rzg
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 22:20
Síðdegis á laugardaginn er upplagt að kíkja í heimsókn til listamannanna í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd. Hægt er að skoða og spjalla um verk þeirra og njóta fjölbreyttrar og skapandi tjáningar, þar á meðal teikninga, málverka, bókmennta og kvikmynda. Allir eru velkomnir á laugardaginn 27. apríl klukkan 16-18 að Fjörubraut 8.
Glaðheimar
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 21:19
Eins og flestir vita þá lenti Ingimar Emil Skaftason í alvarlegu slysi í Þýskalandi þann 28. mars sl. Hann er byrjaður í endurhæfingu en þurfti að fara í þriðju aðgerðina í morgun 25. apríl. Þessu fylgir mikill kostnaður og því hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir hann.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið