Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Miðvikudagur, 20. mars 2019
SSV  9 m/s
-4°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Mars 2019
SMŢMFFL
242526272812
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 21:00 SSV 9  -4°C
Reykir í Hr 21:00 SV 10 -3°C
Reykjavík 21:00 VSV 10  0°C
Akureyri - 21:00 SV 5  -2°C
Egilsstaðaf 21:00 S 7  -1°C
Haugur 21:00 SV 8  -5°C
Holtavörðuh 21:00 SV 16 -7°C
Þverárfjall 21:00 SV 17 -7°C
Laxárdalshe 21:00 VSV 16 -5°C
Brúsastaðir 21:00 VSV 7  -4°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 21:10 SV19 -7°C
Laxárdalsh. 21:10 23323 -5°C
Vatnsskarđ 21:10 SV17 -8°C
Ţverárfjall 21:10 SV16 -7°C
Kjalarnes 21:10 11.38 0°C
Hafnarfjall 21:10 VSV14 -1°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
12. mars 2019
Vor- og framfarahugur
Ég held að veturinn sé að kveðja okkur, án þess að sýna okkur klærnar svo neinu nemi að þessu sinni. Ekki þætti mér það verra og vil trúa því að nú sé vorið aðeins nokkrum vikum fjarri, enda vorjafndægur 20. mars, svo þetta er allt að koma. Nú styttist í að við Blönduósingar tökum á móti nýjum íbúum sem við höfum boðið hingað til búsetu
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
06. mars 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
01. mars 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
01. mars 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
24. febrúar 2019
Eftir Rúnar Þór Njálsson
16. febrúar 2019
Pistlar | 24. febrúar 2019 - kl. 12:42
Bæn fyrir þeim sem glíma við krabbamein
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Lifandi Guð og frelsandi lífgjafi!

Þú sem elskar, kannt að hlusta og finna til. Þú sem yfir okkur vakir og berð raunverulega umhyggju fyrir hverju barni þínu í öllum kringumstæðum. Þú sem lofaðir að yfirgefa okkur ekki!

Miskunna þú okkur nú í vanmætti okkar og máttleysi er við í einlægri bæn vonumst til að þú heyrir ákall okkar og skynjir vonbrigði okkar og umkomuleysi. 

Í dag leyfi ég mér að minnast sérstaklega frammi fyrir þér allra þeirra allt of mörgu sem greinst hafa með krabbamein eða einhverja aðra óáran og þurfa því að heyja áður ófyrirséða baráttu við erfiðar tilfinningar og vonbrigði. Og takast á við uppskurð og eða meðferðir, geisla eða lyfja sem mörgum reynast erfiðar. Vertu nálægur öllu þessu fólki, aðstandendum þeirra og öðrum sem þau annast. Uppörvaðu þau og styrktu og veittu þeim von og baráttuþrek.  

Hjálpaðu þeim að takast á við verkefnið, dagana og næturna, vikurnar og mánuðina og vonandi árin sem framundan eru. Gefðu að meðferðirnar við meininu mættu takast vel og aukaverkanir verði eins litlar og frekast er kostur, - og gef að þau einangrist ekki.

Þú veist hver okkar vilji er, því biðjum við þig um að gefa þessu fólki heilsu og krafta á ný og hjálpaðu fjölskyldum þeirra að tapa ekki voninni og trúnni á lífið. Hjálpaðu þeim að fela sig þér á vald og leyf þeim að finna fyrir nærveru þinni og að þau séu leidd af þér í gegnum hið krefjandi verkefni. Veittu þeim uppörvun og styrk, þrek, þrautsegju og þolinmæði, bjartsýni og von. Þrátt fyrir jafnvel langvarandi álag, þreytu og svefnleysi. Hjálpaðu þeim að huga að sjálfum sér, gef að þau nái góðri hvíld og gleymi ekki að nærast eðlilega.

Svo þökkum við þér fyrir læknavísindin og allt hið frábæra fagfólk sem við höfum aðgang að. Blessaðu þau öll einnig og uppörvaðu. Við þökkum fyrir öll kraftaverkin og alla þá sigra sem náðst hafa, sem fer sem betur fer fjölgandi.

Þú eilífi lífgjafi

Þú eilífi lífgjafi! Veit okkur öllum æðruleysi og leyfðu okkur finna fyrir kærleiksríkri nærveru þinni. Þakka þér fyrir að fá að hvíla öruggur, þrátt fyrir allt, í þínum almáttugu, líknandi og græðandi örmum sem ekkert fær mig/okkur hrifið úr. Hvorki nú né síðar.

Já og svo bara andvörpum við í einlægri von til þín, því að við vitum ekki um hvað við eigum að biðja, finnum ekki réttu orðin en treystum því að þú biðjir fyrir okkur og skynjir þrár okkar og þarfir og munir vel fyrir sjá.

Gefðu okkur öllum þinn frið í hjarta. Þann frið sem er æðri öllum skilningi.

Þess bið ég/við, í nafni Jesú Krists, okkar upprisna frelsara og eilífa lífgjafa.

Lof sé þér, kærleikans Guð, sem ert sigurvegarinn í baráttunni við hvers konar óáran og allt hið illa. Þér sem gerir alla hluti nýja.

Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld, rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:54
Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á lögum um náttúruvernd sem áformað er að leggja fram á vorþingi 2019. Lagðar eru m.a. til breytingar í því skyni að styrkja almannarétt einstaklinga sem ferðast um óræktuð eignarlönd í byggð. Byggðarráð gerir alvarlegar athugasemdir við það ákvæði og segir í bókun ráðsins að það hljóti alltaf að vera réttur landeigenda að takmarka aðgengi að afgirtu landi í byggð. Land sé almennt ekki girt af að ástæðulausu. Þar geti bæði legi að baki landverndarsjónarmið, dýravelferðarsjónarmið auk nýtingarsjónarmiða.
Bjarni Ómar
Á Svínavatni. Ljósm: neisti.net
Á Svínavatni. Ljósm: neisti.net
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:27
Ísmót verður haldið á Svínavatni á sunnudaginn, 24. mars og hefst klukkan 13:30. Keppt verður í tölti og Bæjarkeppni. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í tölti, 17 ára og yngri, áhugamannaflokk og opnum flokki. Í Bæjarkeppninni er aðeins einn flokkur. Mótið er þriðja mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH Afurðum á Blönduósi.
Glaðheimar
Úrslit í unglingaflokki. Ljósm: thytur.123.is
Úrslit í unglingaflokki. Ljósm: thytur.123.is
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:22
Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni fór fram síðastliðinn laugardag þegar keppt var í T4 og T7 í Þytsheimum á Hvammstanga. Sigurvegari í tölti T4, opnum flokki – 1. flokki, varð Elvar Logi Friðriksson frá hestamannafélaginu Þyt á Griffla frá Grafarkoti. Elvar Logi bar einnig sigur úr býtum í tölti T7, opnum flokki – 1. flokki, á Grámanni frá Grafarkoti. Næsta mót, sem er lokamótið í mótaröðinni verður á Sauðárkróki 30. mars. Keppt verður í tölti T3, T7 og skeiði.
Sameining A-Hún
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 10:23
Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika í Blönduóskirkju þriðjudaginn 26. mars klukkan 20:00 Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir. Undirleikari er Rögnvaldur S. Valbergsson og einsöngvarar eru Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir Aðgangseyrir er kr. 3.000. Á efnisskrá er tónlist úr öllum áttum. Allir eru velkomnir.
Tilkynningar | 19. mars 2019 - kl. 19:57
Tilkynning frá stjórn
Aðalfundur Umf. Geisla verður haldinn á Húnavöllum sunnudaginn 24. mars n.k. og hefst kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Ljósm: hunavallaskoli.is
Ljósm: hunavallaskoli.is
Fréttir | 19. mars 2019 - kl. 15:59
Fyrir viku síðan fór fram undankeppni Húnavallaskóla í Framsagnarkeppni grunnskóla í Húnavatnsþingi. Allir keppendur stóðu sig með sóma en þau sem valin voru til að taka þátt Framsagnarkeppninni eru Aðalheiður Ingvarsdóttir, Bríet Sara Sigurðardóttir og Dögun Einarsdóttir. Varamaður er Brimar Logi Sverrisson. Dómarar voru þau Birgitta Halldórsdóttir, Friðrik Halldór Brynjólfsson og Kolbrún Zophoníasdóttir.
Gamli bærinn á Blönduósi fékk styrk í flokknum Verndarsvæði í byggð.
Gamli bærinn á Blönduósi fékk styrk í flokknum Verndarsvæði í byggð.
Fréttir | 19. mars 2019 - kl. 15:43
Nýlega fór fram úthlutun styrkja úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 2019. Alls var úthlutað styrkjum fyrir 301,5 milljónir króna til 202 verkefna en fjöldi umsókna var 267 og sótt var um styrki fyrir tæplega einn milljarð króna. Heildarúthlutun til Norðurlands vestra nam 26,5 milljónum, þar af 11,6 milljónum í Austur-Húnavatnssýslu og 5 milljónum í Vestur-Húnavatnssýslu. Hæsta styrkinn í Húnavatnssýslum fékk Holtastaðakirkja, alls 4 milljónir.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 19. mars 2019 - kl. 10:56
Blönduós hefur óvenju mikið verið í kastljósi fjölmiðla síðustu mánuði. Ástæðan er líklega sú að framkvæmdir við smíði gagnavers hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf á svæðinu og íbúum hefur fjölgað hratt. Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 hefur verið dugleg við að flytja frétti frá svæðinu og nú síðast gerði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson góða ferð á Blönduós. Fréttir úr ferð hans hafa síðustu vikur birst reglulega í fréttum Stöðvar 2 og á fréttavefnum visir.is, að ógleymdum þættinum hans Um land allt sem sýndur var 11. mars síðastliðinn og fjallaði um Blönduós.
Skjáskot úr Um land allt. Staðarskáli. Stöð2/Einar Árnason.
Skjáskot úr Um land allt. Staðarskáli. Stöð2/Einar Árnason.
Fréttir | 19. mars 2019 - kl. 09:50
Í gærkvöldi var Staðarskáli til umfjöllunar í þættinum Um land allt sem sýndur er á Stöð 2. Fram kom í þættinum að afgreiddar hafa verið uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítrar af kjötsúpu. Staðarskáli er vinnustaður sem tengist nánast hverjum bæ í sveitinni en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 yfir vetrartímann og eru margir úr Hrútafirði. Rætt er við Einar Ísfjörð verslunarstjóra N1 í Staðarskála og annað starfsfólk.
Tilkynningar | 19. mars 2019 - kl. 09:40
Fáein sæti eru laus í ferð Félags eldri borgara til Austurlands dagana 24.-26. ágúst 2019. Gist verður í tvær nætur á Hótel Svartaskógi í Jökulsárhlið. Leiðsögumaður um Fljótsdalshérað verður Þorsteinn Bergsson. Gisting í tvær nætur og máltíðir er fyrir tveggja manna herbergi kr. 31.270 á mann. Eins manns herbergi kostar kr. 38.786 kr. Félagið tekur þátt í ferðakostnaði að hluta.
Myndin er af hunathing.is
Myndin er af hunathing.is
Fréttir | 18. mars 2019 - kl. 13:44
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti í síðustu viku að leita umsagnar á sameiginlegri skipulagslýsingu frá 6. mars síðastliðinn sem unnin var af Teiknistofu Norðurlands. Skipulagslýsingin er annars vegar fyrir nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæði Hvammstanga og hins vegar breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar sem er í samræmi við nýtt deiliskipulag. Í breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar falla skilmálar um lóð íþróttamiðstöðvar og grunnskóla úr gildi. Þá verður breyting á syðri skipulagsmörkum og skipulagssvæðið minnkar um 3,2 ha í samræmi við nýtt deiliskipulag skólasvæðisins á Hvammstanga sem tekur yfir hluta svæðisins.
Tilkynningar | 18. mars 2019 - kl. 11:55
Tilkynning
Félags- og skólaþjónusta A-Hún leitar eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa við liðveislu. Liðveisla er veitt einstaklingum til að rjúfa félagslega einangrun og/eða til að styðja við sjálfstæði þeirra. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi verkefni sem reyna á frumkvæði og aðlögunarhæfni liðveitenda. Umsókn um að starfa við liðveislu skal senda til félagsmálastjóra, Ásdísar Ýr Arnardóttur, á netfangið asdis@felahun.is. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum. Ekki er um að ræða sérstakan umsóknarfrest.
Tilkynningar | 18. mars 2019 - kl. 11:17
Tilkynning
Félags- og skólaþjónusta A-Hún óskar eftir stuðningsfjölskyldum á skrá. Að vera stuðningsfjölskylda þýðir að sé tekið sé á móti barni á heimili stuðningsfjölskyldu til að styðja við foreldra/forsjáraðila barns, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet barnsins eftir því sem við á. Stuðningsfjölskyldur er veittar á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks eða barnaverndarlaga eftir því sem við á. Hámark aðstoðar sem varðar dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er 5-7 sólarhringar í mánuði.
Keppendur júdódeildar Tindastóls og Pardusar. Ljósm: Einar Örn Hreinsson/tindastoll.is
Keppendur júdódeildar Tindastóls og Pardusar. Ljósm: Einar Örn Hreinsson/tindastoll.is
Fréttir | 18. mars 2019 - kl. 09:13
Vormót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka (11-20 ára) fór fram á Akureyri á laugardaginn. Keppendur voru 84 talsins frá tíu júdófélögum, þarf af voru tveir frá júdófélaginu Pardusi á Blönduósi og fimm tóku þátt frá júdódeild Tindastóls. Á heimasíðu deildarinnar er sagt frá mótinu og þar kemur m.a. fram að keppendur Pardusar hafi staðið sig ljómandi vel, þeir Benedikt Þór Magnússon og Guðjón Freyr Sighvatsson.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ