Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Laugardagur, 24. ágúst 2019
NNV  3 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Ágúst 2019
SMŢMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 13:00 NNV 3  9°C
Reykir í Hr 13:00 VNV 3  14°C
Reykjavík 13:00 VNV 2  12°C
Akureyri - 13:00 N 3  12°C
Egilsstaðaf 13:00 N 6  9°C
Haugur 13:00 NNA 1  12°C
Holtavörðuh 13:00 N 3  10°C
Þverárfjall 13:00 VSV 5  7°C
Laxárdalshe 13:00 SV 3  11°C
Brúsastaðir 13:00 NNV 4  13°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 13:20 N 3 11°C
Laxárdalsh. 13:20 VSV 3 12°C
Vatnsskarđ 13:20 3.421 13°C
Ţverárfjall 13:20 VSV 5 8°C
Kjalarnes 13:20 VNV 4 12°C
Hafnarfjall 13:20 V 2 12°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2019
Af holum og blikkandi ljósum
Fyrir um tveimur mánuðum var grafin stór holta á Melabrautina við gatnamót Holtabrautar. Hún var vel merkt, trúlega eins og reglur gera rá fyrir og girt í kringum hana og þarna er hún enn, opin og óhreyfð, þó sést hafi til bæjarstarfsmanna fara ofan í holuna eitthvað að sýsla, en greinilegt er að þarna á hún að vera eitthvað fram á sumarið, eða um óákveðinn tíma.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
18. ágúst 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. ágúst 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
13. ágúst 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
23. júlí 2019
Eftir Valdimar O. Hermannsson
18. júlí 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. júlí 2019
Eftir Þór Jakobsson veðurfræðing
11. júlí 2019
Eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur
10. júlí 2019
Fréttir | 16. júlí 2019 - kl. 07:51
Húnavakan að bresta á

Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin í 16. sinn um helgina. Hátíðin hét áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafninu og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga. Dagskrá Húnavöku er fjölbreytt að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarviðburðir eru fyrirferðarmiklir í dagskránni og sígildir viðburðir eins og kvöldvaka og varðeldur í Fagrahvammi.

Dagskráin er að hluta til breytt frá því sem áður var. Til dæmis verður engin fjölskylduskemmtun fyrir framan Félagsheimilið á laugardeginum og stóri fyrirtækjadaginn er ekki formlega haldinn. Aftur á móti ætla nokkur fyrirtæki að hafa opin hús og bjóða tilboð af völdum vörum. Þannig verður opið hús hjá Ístex á föstudaginn frá klukkan 12-16. SAH Afurðir bjóða gestum í heimsókn að Húnabraut 39 klukkan 13-17. Kynning verður á grillkjöti og gestum boðið að smakka. Þá verður grillkjöt á alvöru Húnavökutilboði. Vilko/Prima verður með opið hús klukkan 14-16. Gestir geta kynnt sér starfsemina og Húnavökutilboð verða í boði af völdum vörum.

Tvær tónlistarveislur fara fram í Fagrahvammi á hátíðinni og tveir stórdansleikir í Félagsheimilinu. Á föstudagskvöld klukkan 19:30-21:30 koma tónlistarmennirnir frábæru, þau Friðrik Dór Jónsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Magni Ásgeirsson fram í Fagrahvammi og um kvöldið spilar hljómsveitin Á móti sól í Félagsheimilinu. Á kvöldvökunni í Fagrahvammi á laugardagskvöld koma fram Gunni Helga, Gunni Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral, Daði Freyr og hinn eini sanni Helgi Björns. Hljómsveitin Skítamórall spilar svo á balli í Félagsheimilinu seinna um kvöldið.

Setur og söfn verða auðvitað opin alla Húnavökuna sem og sundlaugin á Blönduósi og Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla dagana klukkan 10-17. Sérsýning ársins er íslenska lopapeysan, uppruni, saga og hönnun. Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli verða opin klukkan 13-17 og Hafíssetrið í Hillebrantshúsinu verður opið á sama tíma en þar verður hægt að sjá uppstoppaðan ísbjörn.

Dagskrá Húnavöku 2019

Frítt er á viðburði nema annað sé tekið fram.

Fimmtudagur 18. júlí

8:00-21:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri. 

8:30-17:30: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Kynntu þér allt það sem er í boði á svæðinu með heimsókn í Upplýsingamiðstöð ferðamála. 

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.                                 

9:00-01:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.  

10:00-17:00: Bæjarbúar plokka og gera fínt í bænum. Plokkur og pokar fæst lánað hjá Snjólaugu í áhaldahúsinu milli kl 10:00 - 12:00. Einnig hægt að panta í síma 844-9621. Hvetjum alla að taka þátt og gera bæinn glæsilegan fyrir helgina.

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri. 

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækifærið.             

20:30: Blö Quiz í Félagsheimilinu. Frítt inn og barinn opinn. 

Föstudagur 19. júlí                                                           

8:00-21:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri.

8:30-17:30: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Kynntu þér allt það sem er í boði á svæðinu með heimsókn í Upplýsingamiðstöð ferðamála.

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.

9:00-22:00: Risapúslið á planinu hjá skólanum. Reyndu við stærsta púsl á landinu í boði Trésmiðjunnar Stíganda.

9:00-03:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

10:00-12:00: Dorgað á höfninni. Munið að börn þurfa ALLTAF að vera í fylgd með fullorðnum.

12:00-16:00: Ístex - Opið hús. Kíktu við og kynntu þér nýjustu tækni í vinnslu ullar. Ístex. Efstabraut 2.

13:00-17:00: SAH Afurðir. Grillum, kynnum og seljum grillkjöt og grillpylsur á alvöru Húnavökutilboði. SAH Afurðir. Húnabraut 39.

14:00-16:00: VILKO/PRIMA - Opið hús. VILKO/PRIMA taka á móti gestum í húsnæði fyrirtækisins. Húnavökutilboð af völdum vörum. Endilega komið og kynnið ykkur starfsemina. VILKO/PRIMA. Húnabraut 33. 

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækifærið.

18:00-19:00: Leikhópurinn Lotta – Litla hafmeyjan. Sýningin Litla hafmeyjan sýnd á Káratúni. Mætum tímanlega. 

19:00: Kótelettukvöld Eyvindarstofu og B&S. Boðið verður upp á þykkar og feitar kótelettur sérvaldar frá SAH afurðum.  Veislustjórn og tónlist. Aðgangseyrir er 3.900 kr. fyrir fullorðna, og 1500 kr fyrir 12 ára (2007) og yngri. Pantanir þurfa að berast fyrir kl 16:00 fimmtudaginn 18 júlí á netfangið info@bogs.is, á Facebook síðu B&S Restaurant eða síma 898 4685.

19:30-21:30: Tónlistarveisla í Fagrahvammi. Fram koma FRIÐRIK DÓR, MAGNI og HILDUR. Þessi tónlistarveisla er í boði eftirtalinna fyrirtækja: Kjörbúðin, Léttitækni, Átak, Rafson, SAH Afurðir, N1, Lífland, Ístex, Glaðheimar, Ísgel, N1 Píparinn, Vilko/Prima, Trésmiðjan Stígandi, MS, Tengill og Etix Group.

23:00-03:00: Félagsheimilið Blönduósi. Stórtónleikar - Á MÓTI SÓL. Aðgangseyrir 4000 kr. 18 ára aldurstakmark.

Laugardagur 20. júlí

9:00-17:00: Útsýnisflug. Flugklúbbur Blönduós. Verð 3500 kr. sætið. Æskilegt að þrír bóki sig saman (ekki skylda). Ekki tekið við greiðslukortum. Upplýsingar og pantanir í síma 856-1106.

9:00: Opna Gámaþjónustumótið í golfi á Vatnahverfisvelli. Skráning á golf.is.

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Hoppukastalar, ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.

9:00-22:00: Risapúslið á planinu hjá skólanum. Reyndu við stærsta púsl á landinu í boði Trésmiðjunnar Stíganda.

9:00-03:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.

10:00-20:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri.

10:00-17:00: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Kynntu þér allt það sem er í boði á svæðinu með heimsókn í Upplýsingamiðstöð ferðamála. 

10:00-12:00: Dorgað á höfninni. Munið að börn þurfa ALLTAF að vera í fylgd með fullorðnum. 

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

10:00-12:00: Fjallahjólakennsla og stutt fjallahjólaferð fyrir alla fjölskylduna. Helgi Berg frá BFH kennir undirstöðuatriði og tækni á fjallahjólum. Hjólað er svo í námunda við bæinn. Allir að hittast í Fagrahvammi kl. 10:00.

11:00: Blönduhlaup USAH. Skráning í anddyri Félagsheimilisins milli kl 10-11. Nánari upplýsingar um hlaupið er inn á facebook síðu Húnavöku.

11:00-13:00: Textílmiðstöðin - Opið hús. Opið hús í Textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum. Listamenn mánaðarins frá Mexikó, Ástralíu, Kanada, Danmörku og Bretlandi veita innsýn í störf sín.

13:00-15:00: Skotfélagið Markviss - Opinn dagur á skotsvæði félagsins. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að kynnast starfsemi félagsins á einu flottasta skotsvæði landsins og reyna sig við leirdúfur og skotmörk.  Allir velkomnir.

13:00-14:00: Söguganga um gamla bæinn. Lagt af stað frá Upplýsingamiðstöð ferðamála kl. 13:00. Aðalgötu 8.

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækfærið.

13:30-14:00: Verðlaunaafhending Blönduhlaupsins. Verðlaunaafhendingin fer fram fyrir utan Félagsheimilið.

14:00–15:30: Hestar á skólalóðinni. Teymt undir hjá börnum.

14:00-16:00: Markaðsstemmning við Félagsheimilið. Komdu við og gerðu góð kaup á fjölbreyttum og skemmtilegum markaði. Pantanir á borðum fer fram á hunavaka@blonduos.is.  

14:00-16:00: Kynning á vélum og tækjum við Félagsheimilið. Nánari upplýsingar á Facebook síðu Húnavöku.

15:00-16:00: Danskennsla í íþróttahúsinu. Lærðu alla nýjustu tískudansana í boði Dansskóla Birnu Björns. Við hvetjum alla fjölskylduna til að mæta.

15:00-17:00: Opið hús í Blönduskóla fyrir þá árganga sem hittast á Húnavöku. Hægt verður að ganga um skólann og rifja upp gamlar minningar. Ekki verður opið á sérstökum tíma en þeir árgangar sem hafa hug á að skoða skólann vinsamlega hafið samband við Þórhöllu skólastjóra fyrir 18. júlí. thorhalla@blonduskoli.is.

16:00: Skotfélagið Markviss - Höskuldsmótið. Á skotsvæði félagsins. Árlegt mót sem nefnt er í höfuðið á Höskuldi B Erlingssyni. Mótið er opið öllum opið. Skráning á staðnum.

16:00: Knattspyrnuleikur á Blönduósvelli. Kormákur/Hvöt - Afríka. Hvetjum alla til að mæta og hvetja sína menn.

17:00-18:00: Náttúruyogastund í Hrútey. Gestir koma sér fyrir á skjólsælum stað, gera öndunaræfingar, yogastöður/teygjur, gera núvitundarhugleiðslu og leggjast svo niður í slökun. Spilað verður á 32" gong og nokkrar koparsöngskálar frá Indlandi og Nepal í slökuninni. Arnbjörg Kristín yogakennari og hljóðheilari í Ómi Yoga & Gongsetri á Akureyri leiðir stundina. Einstakur viðburður í einstakri náttúru. 

19:30-22:00: Kvöldskemmtun í Fagrahvammi. Umhverfisverðlaun, tónlistarveisla og varðeldur.

Umhverfisviðurkenningar Blönduósbæjar veitt:

  • Verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð.
  • Viðurkenning fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi hjá fyrirtæki.
  • Verðlaun fyrir snyrtilegt bændabýli.

Tónlistarveisla. Fram koma:
GUNNI HELGA
GUNNI ÓLA & EINAR ÁGÚST úr SKÍTAMÓRAL
DAÐI FREYR
HELGI BJÖRNS

23:00-03:00: Félagsheimilið Blönduósi. Stórtónleikar - SKÍTAMÓRALL. Aðgangseyrir 4000 kr. 18 ára aldurstakmark.                           

Sunnudagur 21. júlí

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Hoppukastalar, ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.

9:00-22:00: Risapúslið á planinu hjá skólanum. Reyndu við stærsta púsl á landinu í boði Trésmiðjunnar Stíganda.

9:00-22:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á Facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.

10:00: Gönguferð. Skemmtileg gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar á Facebook síðu Húnavöku.

10:00-20:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri.

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

10:00-12:00: Dorgað á höfninni. Munið að börn þurfa ALLTAF að vera í fylgd með fullorðnum.

11:00-13:00: Héraðsbókasafnið - Gunni Helga og bókamarkaður. Gunni Helga les upp úr bókinni sinni Barist í Barcelona. Einnig mikið úrval af notuðum bókum á bókamarkaði.

12:00: Prjónaganga á Húnavöku. Hin árlega prjónaganga verður haldin á vegum Textílsmiðstöðvarinnar. Lagt af stað frá Hótel Blöndu og gengið sem leið liggur út fyrir á og að Kvennaskólanum. Skoðað verður prjónagraff í leiðinni.

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækifærið.

13:00-14:00: Sápurennibrautin í kirkjubrekkunni. Skemmtilegasta rennibraut í heimi! 

Höf. rzg
Veggspjald á Laufásveigi 5. Ljósm: reykjavik.is
Veggspjald á Laufásveigi 5. Ljósm: reykjavik.is
Fréttir | 24. ágúst 2019 - kl. 07:10
Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og landsbókarvarðar hefur bókmenntamerking verið sett upp við Laufásveg 5 í Reykjavík. Húsið byggðu Jón og Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen kona hans árið 1880 og þar bjó Jón til dauðadags. Húsið hefur stundum verið nefnt Jónshús. Með menningarmerkingunni vill Reykjavíkurborg heiðra minningu Jóns Árnasonar og hans merka starf sem þjóðsagnasafnara.
Ásmundur Einar. Ljósm: stjornarradid.is
Ásmundur Einar. Ljósm: stjornarradid.is
Fréttir | 23. ágúst 2019 - kl. 15:01
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögur, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum, til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni verði komnar til framkvæmda á haustdögum.
Glaðheimar
Fréttir | 23. ágúst 2019 - kl. 09:18
Sveitarstjórn Skagastrandar telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftlagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftlagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar.
Sameining A-Hún
Fréttir | 23. ágúst 2019 - kl. 07:32
Í dag klukkan 15-18 eru allir velkomnir á sýningu listamanna í Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi. Sýningin nefnist „She sits stiching“ og er í Bílskúrsgalleríinu að Árbraut 31. Listamenn sem sýna verk sín eru Anja Alexandersdóttir, Carol Cooke, Ffranses Ingraam, Lina Svarauskaite, Mireia Coromina, Päivi Varuula, Paulina Helia Zuniga og Richarda Christian.
Sumarleikhús æskunnar. Ljósm: sumarleikhus.com.
Sumarleikhús æskunnar. Ljósm: sumarleikhus.com.
Fréttir | 23. ágúst 2019 - kl. 07:24
Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra sýnir uppsetningu sína á Litlu hryllingsbúðinni í Félagsheimili Hvammstanga á morgun, laugardaginn 24. ágúst klukkan 18:00. Sýningin er fyrsta uppsetning sumarleikhússins sem er sjálft nýtt af nálinni. Handbendi Brúðuleikhús stendur að sýningunni með stuðningi Leikflokks Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Húnaþing vestra og Barnamenningarsjóði Íslands. Í leikhópnum eru tíu ungmenni úr sveitarfélaginu á aldrinum 8 til 16 ára.
Fréttir | 22. ágúst 2019 - kl. 16:17
Félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár verður þann 28. ágúst n.k. Á fundinum verður m.a. farið fyrir þá stöðu sem nú er komin upp eftir að leigutakinn, Lax-á ehf. Sagði upp samningi um ána frá og með 1. ágúst á þessu ári.
F.v.:Hulda Einarsdóttir, Ólafur Stefánsson,Guðmundur Gíslason ,Guðný Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri. Ljósm: hunathing.is
F.v.:Hulda Einarsdóttir, Ólafur Stefánsson,Guðmundur Gíslason ,Guðný Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 22. ágúst 2019 - kl. 09:14
Sveitarfélagið Húnaþing vestra veitt nýverið þrjár umhverfisviðurkenningar. Verðlaunin eru veitt árlega þeim aðilum sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir.
Anton Scheel. Ljósm: usvh.is
Anton Scheel. Ljósm: usvh.is
Fréttir | 22. ágúst 2019 - kl. 08:11
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga hefur fengið nýjan framkvæmdastjóra, Anton Scheel Birgisson. Tekur hann við starfinu af Eygló Hrund Guðmundsdóttur. Anton, sem á ættir að rekja til Þorlákshafnar og Lubeck í Þýskalandi, er sálfræðimenntaður og er nýbúi í Hrútafirði, þar sem hann starfar við kennslu. Þá má geta þess að USVH fékk nýverið viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.
Dalsfoss í Vatnsdalsá.
Dalsfoss í Vatnsdalsá.
Fréttir | 22. ágúst 2019 - kl. 08:03
Þegar fjallað hefur verið um veiði í húnvetnskum laxveiðiám í sumar hafa orð eins og úrkomuleysi, erfiðar aðstæður og litlar heimtur á laxi oft borið á góma. Ástandið í sumar hefur einfaldlega ekki verið gott og það sést vel í veiðitölum þetta veiðitímabilið. Á það við um landið allt að mestu. Miðfjarðará er sú á í Húnavatnssýslum sem mest hefur veiðst í og samkvæmt nýjum tölum Landssambands veiðifélaga rauf hún 1.000 laxa múrinn í vikunni. Veiðst hafa 1.091 laxar í ánni sem af er sumri og var vikuveiðin 105 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 2.039 laxar í ánni.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. ágúst 2019 - kl. 14:36
Sveitarstjórn Skagastrandar mótmælir harðlega öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi og hvetur ráðamenn til þess að virða hagsmuni íbúa og sjálfsákvörðunarrétt í eigin málefnum. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnarfundar í gær er þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árið 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023 var rædd.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. ágúst 2019 - kl. 14:29
Sveitarfélagið Skagaströnd lýsir mikilli andstöðu við hugmyndir um kvótasetningu á grásleppu. Slík framkvæmd komi til með að rýra verulega möguleika á nýliðun innan greinarinnar, segir í umsögn sveitarfélasins við drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða var birt í Samráðsgátt stjórnvalda í síðasta mánuði.
Frá Skagastrandarhöfn
Frá Skagastrandarhöfn
Fréttir | 21. ágúst 2019 - kl. 14:18
Sveitarfélagið Skagaströnd ætlar að sækja um þátttöku í Cruise Iceland þar sem Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur kostur fyrir skemmtiferðaskip að eiga viðkomu í. Á Norðurlandi eru hafnir á Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Grímsey og Húsavík og Raufarhöfn þátttakendur í Cruise Iceland en alls eru hafnirnar á um 20 talsins allt í kringum landið. Aðildin var rædd á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins í gær og var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.
Tilkynningar | 21. ágúst 2019 - kl. 13:58
Iðja, heimilið við Skúlabraut á Blönduósi óskar eftir starfsmanni. Starfið er laust nú þegar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfsheiti er Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi í málefnum fatlaðs fólks og er starfshlutfall 100%. Starfsmaður hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur. Hann vinnur m.a. að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana með notendum í samráði við yfirmann.
Hrossasmölun á Laxárdal. Ljósm: Jón Sig.
Hrossasmölun á Laxárdal. Ljósm: Jón Sig.
Tilkynningar | 21. ágúst 2019 - kl. 10:02
Fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 20:30 verður haldinn fundur, í sal BSH að Húnabraut 13 á Blönduósi, til skrafs og bollalegginga um stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt sem fram fer helgina 14.-15. september næstkomandi. Fundurinn er ætlaður til að ræða skipulag stóðsmölunar og ferðamannareiðtúrs niður dalinn. Einnig er gott að nýta fundinn til framtíðarpælinga um sama mál.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
09. ágúst 2019
Aldurssmánun samtímans
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á visir.is fyrr á þessu ári þar sem hún talar um aldurssmánun samtímans. Í greinninni fjallar hún um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ