Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Þriðjudagur, 28. janúar 2020
ASA  2 m/s
-5°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Janúar 2020
SMŢMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 15:00 ASA 2  -5°C
Reykir í Hr 15:00 SSA 5  -5°C
Reykjavík 15:00 ASA 2  1°C
Akureyri - 15:00 SSA 1  -5°C
Egilsstaðaf 15:00 A 1  -2°C
Haugur 15:00 S 2  -6°C
Holtavörðuh 15:00 NNV 6  -4°C
Þverárfjall 15:00 A 4  -4°C
Laxárdalshe 15:00 A 3  -3°C
Brúsastaðir 15:00 SA 3  -5°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 16:00 N 4 -4°C
Laxárdalsh. 16:05 0 0°C
Vatnsskarđ 16:05 0 0°C
Ţverárfjall 16:05 0 0°C
Kjalarnes 16:00 ASA 4 -0°C
Hafnarfjall 16:00 NNA 3 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. desember 2019
Látum heyra í okkur
Nú held ég sé kominn tími til að Húnvetningar láti heyra frá sér, minni landsmenn á að Norðurland vestra er meira en Skagafjörður og hér gerðust alvarlegir atburðir í veðurofsanum á dögunum. Íbúar á þessu svæði fengu illilega að finna fyrir óveðrinu sem gekk yfir landið núna í desember.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson
22. janúar 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
20. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
18. janúar 2020
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
15. janúar 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
31. desember 2019
Eftir Halldór Gunnar Ólafsson
25. desember 2019
Fréttir | 16. júlí 2019 - kl. 07:51
Húnavakan að bresta á

Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin í 16. sinn um helgina. Hátíðin hét áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafninu og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga. Dagskrá Húnavöku er fjölbreytt að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarviðburðir eru fyrirferðarmiklir í dagskránni og sígildir viðburðir eins og kvöldvaka og varðeldur í Fagrahvammi.

Dagskráin er að hluta til breytt frá því sem áður var. Til dæmis verður engin fjölskylduskemmtun fyrir framan Félagsheimilið á laugardeginum og stóri fyrirtækjadaginn er ekki formlega haldinn. Aftur á móti ætla nokkur fyrirtæki að hafa opin hús og bjóða tilboð af völdum vörum. Þannig verður opið hús hjá Ístex á föstudaginn frá klukkan 12-16. SAH Afurðir bjóða gestum í heimsókn að Húnabraut 39 klukkan 13-17. Kynning verður á grillkjöti og gestum boðið að smakka. Þá verður grillkjöt á alvöru Húnavökutilboði. Vilko/Prima verður með opið hús klukkan 14-16. Gestir geta kynnt sér starfsemina og Húnavökutilboð verða í boði af völdum vörum.

Tvær tónlistarveislur fara fram í Fagrahvammi á hátíðinni og tveir stórdansleikir í Félagsheimilinu. Á föstudagskvöld klukkan 19:30-21:30 koma tónlistarmennirnir frábæru, þau Friðrik Dór Jónsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Magni Ásgeirsson fram í Fagrahvammi og um kvöldið spilar hljómsveitin Á móti sól í Félagsheimilinu. Á kvöldvökunni í Fagrahvammi á laugardagskvöld koma fram Gunni Helga, Gunni Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral, Daði Freyr og hinn eini sanni Helgi Björns. Hljómsveitin Skítamórall spilar svo á balli í Félagsheimilinu seinna um kvöldið.

Setur og söfn verða auðvitað opin alla Húnavökuna sem og sundlaugin á Blönduósi og Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla dagana klukkan 10-17. Sérsýning ársins er íslenska lopapeysan, uppruni, saga og hönnun. Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli verða opin klukkan 13-17 og Hafíssetrið í Hillebrantshúsinu verður opið á sama tíma en þar verður hægt að sjá uppstoppaðan ísbjörn.

Dagskrá Húnavöku 2019

Frítt er á viðburði nema annað sé tekið fram.

Fimmtudagur 18. júlí

8:00-21:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri. 

8:30-17:30: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Kynntu þér allt það sem er í boði á svæðinu með heimsókn í Upplýsingamiðstöð ferðamála. 

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.                                 

9:00-01:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.  

10:00-17:00: Bæjarbúar plokka og gera fínt í bænum. Plokkur og pokar fæst lánað hjá Snjólaugu í áhaldahúsinu milli kl 10:00 - 12:00. Einnig hægt að panta í síma 844-9621. Hvetjum alla að taka þátt og gera bæinn glæsilegan fyrir helgina.

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri. 

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækifærið.             

20:30: Blö Quiz í Félagsheimilinu. Frítt inn og barinn opinn. 

Föstudagur 19. júlí                                                           

8:00-21:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri.

8:30-17:30: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Kynntu þér allt það sem er í boði á svæðinu með heimsókn í Upplýsingamiðstöð ferðamála.

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.

9:00-22:00: Risapúslið á planinu hjá skólanum. Reyndu við stærsta púsl á landinu í boði Trésmiðjunnar Stíganda.

9:00-03:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

10:00-12:00: Dorgað á höfninni. Munið að börn þurfa ALLTAF að vera í fylgd með fullorðnum.

12:00-16:00: Ístex - Opið hús. Kíktu við og kynntu þér nýjustu tækni í vinnslu ullar. Ístex. Efstabraut 2.

13:00-17:00: SAH Afurðir. Grillum, kynnum og seljum grillkjöt og grillpylsur á alvöru Húnavökutilboði. SAH Afurðir. Húnabraut 39.

14:00-16:00: VILKO/PRIMA - Opið hús. VILKO/PRIMA taka á móti gestum í húsnæði fyrirtækisins. Húnavökutilboð af völdum vörum. Endilega komið og kynnið ykkur starfsemina. VILKO/PRIMA. Húnabraut 33. 

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækifærið.

18:00-19:00: Leikhópurinn Lotta – Litla hafmeyjan. Sýningin Litla hafmeyjan sýnd á Káratúni. Mætum tímanlega. 

19:00: Kótelettukvöld Eyvindarstofu og B&S. Boðið verður upp á þykkar og feitar kótelettur sérvaldar frá SAH afurðum.  Veislustjórn og tónlist. Aðgangseyrir er 3.900 kr. fyrir fullorðna, og 1500 kr fyrir 12 ára (2007) og yngri. Pantanir þurfa að berast fyrir kl 16:00 fimmtudaginn 18 júlí á netfangið info@bogs.is, á Facebook síðu B&S Restaurant eða síma 898 4685.

19:30-21:30: Tónlistarveisla í Fagrahvammi. Fram koma FRIÐRIK DÓR, MAGNI og HILDUR. Þessi tónlistarveisla er í boði eftirtalinna fyrirtækja: Kjörbúðin, Léttitækni, Átak, Rafson, SAH Afurðir, N1, Lífland, Ístex, Glaðheimar, Ísgel, N1 Píparinn, Vilko/Prima, Trésmiðjan Stígandi, MS, Tengill og Etix Group.

23:00-03:00: Félagsheimilið Blönduósi. Stórtónleikar - Á MÓTI SÓL. Aðgangseyrir 4000 kr. 18 ára aldurstakmark.

Laugardagur 20. júlí

9:00-17:00: Útsýnisflug. Flugklúbbur Blönduós. Verð 3500 kr. sætið. Æskilegt að þrír bóki sig saman (ekki skylda). Ekki tekið við greiðslukortum. Upplýsingar og pantanir í síma 856-1106.

9:00: Opna Gámaþjónustumótið í golfi á Vatnahverfisvelli. Skráning á golf.is.

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Hoppukastalar, ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.

9:00-22:00: Risapúslið á planinu hjá skólanum. Reyndu við stærsta púsl á landinu í boði Trésmiðjunnar Stíganda.

9:00-03:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.

10:00-20:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri.

10:00-17:00: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Kynntu þér allt það sem er í boði á svæðinu með heimsókn í Upplýsingamiðstöð ferðamála. 

10:00-12:00: Dorgað á höfninni. Munið að börn þurfa ALLTAF að vera í fylgd með fullorðnum. 

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

10:00-12:00: Fjallahjólakennsla og stutt fjallahjólaferð fyrir alla fjölskylduna. Helgi Berg frá BFH kennir undirstöðuatriði og tækni á fjallahjólum. Hjólað er svo í námunda við bæinn. Allir að hittast í Fagrahvammi kl. 10:00.

11:00: Blönduhlaup USAH. Skráning í anddyri Félagsheimilisins milli kl 10-11. Nánari upplýsingar um hlaupið er inn á facebook síðu Húnavöku.

11:00-13:00: Textílmiðstöðin - Opið hús. Opið hús í Textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum. Listamenn mánaðarins frá Mexikó, Ástralíu, Kanada, Danmörku og Bretlandi veita innsýn í störf sín.

13:00-15:00: Skotfélagið Markviss - Opinn dagur á skotsvæði félagsins. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að kynnast starfsemi félagsins á einu flottasta skotsvæði landsins og reyna sig við leirdúfur og skotmörk.  Allir velkomnir.

13:00-14:00: Söguganga um gamla bæinn. Lagt af stað frá Upplýsingamiðstöð ferðamála kl. 13:00. Aðalgötu 8.

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækfærið.

13:30-14:00: Verðlaunaafhending Blönduhlaupsins. Verðlaunaafhendingin fer fram fyrir utan Félagsheimilið.

14:00–15:30: Hestar á skólalóðinni. Teymt undir hjá börnum.

14:00-16:00: Markaðsstemmning við Félagsheimilið. Komdu við og gerðu góð kaup á fjölbreyttum og skemmtilegum markaði. Pantanir á borðum fer fram á hunavaka@blonduos.is.  

14:00-16:00: Kynning á vélum og tækjum við Félagsheimilið. Nánari upplýsingar á Facebook síðu Húnavöku.

15:00-16:00: Danskennsla í íþróttahúsinu. Lærðu alla nýjustu tískudansana í boði Dansskóla Birnu Björns. Við hvetjum alla fjölskylduna til að mæta.

15:00-17:00: Opið hús í Blönduskóla fyrir þá árganga sem hittast á Húnavöku. Hægt verður að ganga um skólann og rifja upp gamlar minningar. Ekki verður opið á sérstökum tíma en þeir árgangar sem hafa hug á að skoða skólann vinsamlega hafið samband við Þórhöllu skólastjóra fyrir 18. júlí. thorhalla@blonduskoli.is.

16:00: Skotfélagið Markviss - Höskuldsmótið. Á skotsvæði félagsins. Árlegt mót sem nefnt er í höfuðið á Höskuldi B Erlingssyni. Mótið er opið öllum opið. Skráning á staðnum.

16:00: Knattspyrnuleikur á Blönduósvelli. Kormákur/Hvöt - Afríka. Hvetjum alla til að mæta og hvetja sína menn.

17:00-18:00: Náttúruyogastund í Hrútey. Gestir koma sér fyrir á skjólsælum stað, gera öndunaræfingar, yogastöður/teygjur, gera núvitundarhugleiðslu og leggjast svo niður í slökun. Spilað verður á 32" gong og nokkrar koparsöngskálar frá Indlandi og Nepal í slökuninni. Arnbjörg Kristín yogakennari og hljóðheilari í Ómi Yoga & Gongsetri á Akureyri leiðir stundina. Einstakur viðburður í einstakri náttúru. 

19:30-22:00: Kvöldskemmtun í Fagrahvammi. Umhverfisverðlaun, tónlistarveisla og varðeldur.

Umhverfisviðurkenningar Blönduósbæjar veitt:

  • Verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð.
  • Viðurkenning fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi hjá fyrirtæki.
  • Verðlaun fyrir snyrtilegt bændabýli.

Tónlistarveisla. Fram koma:
GUNNI HELGA
GUNNI ÓLA & EINAR ÁGÚST úr SKÍTAMÓRAL
DAÐI FREYR
HELGI BJÖRNS

23:00-03:00: Félagsheimilið Blönduósi. Stórtónleikar - SKÍTAMÓRALL. Aðgangseyrir 4000 kr. 18 ára aldurstakmark.                           

Sunnudagur 21. júlí

9:00-22:00: Fjör á skólalóðinni. Hoppukastalar, ærslabelgurinn, kastalinn, aparólan, battóvöllur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira.

9:00-22:00: Risapúslið á planinu hjá skólanum. Reyndu við stærsta púsl á landinu í boði Trésmiðjunnar Stíganda.

9:00-22:00: Ömmukaffi. Húnavökutilboð yfir daginn og viðburðir á kvöldin. Nánar á Facebook síðu ömmukaffi og Húnavöku.

10:00: Gönguferð. Skemmtileg gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar á Facebook síðu Húnavöku.

10:00-20:00: Sundlaugin Blönduósi. Hvernig hljómar ilmandi kaffibolli í heita pottinum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautinni? Aðgangseyrir en frítt fyrir 8 ára og yngri.

10:00-17:00: Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins: Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Aðgangseyrir en frítt fyrir 16 ára og yngri.

10:00-12:00: Dorgað á höfninni. Munið að börn þurfa ALLTAF að vera í fylgd með fullorðnum.

11:00-13:00: Héraðsbókasafnið - Gunni Helga og bókamarkaður. Gunni Helga les upp úr bókinni sinni Barist í Barcelona. Einnig mikið úrval af notuðum bókum á bókamarkaði.

12:00: Prjónaganga á Húnavöku. Hin árlega prjónaganga verður haldin á vegum Textílsmiðstöðvarinnar. Lagt af stað frá Hótel Blöndu og gengið sem leið liggur út fyrir á og að Kvennaskólanum. Skoðað verður prjónagraff í leiðinni.

13:00-17:00: Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli.

13:00-17:00: Hafíssetrið í Hillebrandtshúsinu. Sýning um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt.

13:00-17:00: Ísbjörn til sýnis í Hillebrandtshúsinu. Viltu komast í návígi við ísbjörn? Nú er tækifærið.

13:00-14:00: Sápurennibrautin í kirkjubrekkunni. Skemmtilegasta rennibraut í heimi! 

Höf. rzg
Fréttir | 28. janúar 2020 - kl. 15:31
Stjórn Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnavatnssýslu harmar það tjón sem bændur urðu fyrir í rafmagnsleysinu sem varð vegna óveðursins í desember. Telur stjórnin nauðsynlegt að taka saman kostnaðinn sem af því hlaust og hlúa að bændum. Þetta kemur fram í bókun stjórnar sem kynnt var á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra í gær. Þar segir að mikilvægt sé að Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin þrýsti á stjórnvöld um að finna fjármagn til að koma til móts við þann fjárhagslega skaða sem bændur urðu fyrir.
Lífland áburður
Skjáskot af malheildir.arnastofnun.is
Skjáskot af malheildir.arnastofnun.is
Fréttir | 28. janúar 2020 - kl. 14:55
Húnahornið hefur gefið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum leyfi til að nýta texta af vefsetrinu huni.is fyrir rannsóknir, orðabókagerð og máltækniverkefni. Samkomulag þess efnis var undirritað í gær. Búin verður til málheild úr textunum sem verða greindir málfræðilega. Hverri orðmynd verður látinn fylgja greiningarstrengur, mark (e. tag), sem sýnir orðflokk og önnur málfræðileg atriði, t.d. kyn, tölu og fall fallorða, og persónu, tölu og tíð sagna. Einnig mun fylgja hverri orðmynd nefnimynd (e. lemma) sem er t.d. nefnifall í eintölu fyrir fallorð og nafnháttur sagna.
Maður ársins
Ljósm: stjornarradid.is
Ljósm: stjornarradid.is
Fréttir | 28. janúar 2020 - kl. 10:59
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs á Húnavöllum í kvöld klukkan 20. Á fundinum mun ráðherra m.a. fara yfir forsendur og markmið með stofnun Hálendisþjóðgarðs og kynna helstu atriði frumvarps þar að lútandi. Fundurinn er öllum opinn.
Verðlaunahafar 8.-10.bekkur. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is
Verðlaunahafar 8.-10.bekkur. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is
Fréttir | 28. janúar 2020 - kl. 10:16
Árleg Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram um miðjan mánuðinn og var umsjónarmaður hennar Valdimar Gunnlaugsson. Fimmtán hæfileikaríkir nemendur í 16 atriðum tóku þátt og mætti Landinn á RÚV á svæðið, tók upp keppnina og viðtöl við nemendur. „Metnaðarfull og skemmtileg kvöldstund sem skipuleggjandi, nemendur og hljómsveit eiga mikið hrós skilið fyrir,“ segir á vef Grunnskóla Húnaþings vestra.
Fréttir | 27. janúar 2020 - kl. 14:24
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa á vef sínum eftir verkefnastjóra til starfa. Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2020.
Fréttir | 26. janúar 2020 - kl. 20:03
Tilkynning frá undirbúningsnefnd
Hreppaþorrablótið verður haldið laugardaginn 8. febrúar næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar klukkan 19:30 en borðhald hefst klukkan 20:30. Hafa gaman ehf. sér um matinn og veislustjóri verður Ingvar Jónsson. Stulli og co. sjá um að halda uppi trylltum dansi fram á nótt. Skemmtiatriði verða í boði þorrablótsnefndarinnar.
Norðurljós yfir Vatnsdalsfjalli. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Norðurljós yfir Vatnsdalsfjalli. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Tilkynningar | 26. janúar 2020 - kl. 10:01
Frá Sögufélaginu Húnvetningi
Sögufélagið Húnvetningur stendur fyrir fundi í sal Félags eldri borgara í Austur-Húnavatnssýslu, í Hnitbjörgum, miðvikudaginn 29. janúar klukkan 14. Þar verða þrír fyrirlesarar; Jóhannes Torfason, Jóhanna Erla Pálmadóttir og Jón Björnsson. Sögufélagið stendur fyrir fundinum í samstarfi við FEB í A-Hún. en í vor verða 82 ár síðan félagið var stofnað.
Fréttir | 26. janúar 2020 - kl. 09:57
Listamenn janúar mánaðar hjá Nesi listamiðstöð á Skagaströnd bjóða til opins húss í dag klukkan 14-16. „Hvalir, gullgripir, skrifaðar minningar, og greining á því sem við sjáum, heyrum og skráum,“ segir í auglýsingu frá Nesi. Listamennirnir eru þeir fyrstu á árinu 2020 og heita Sineád Bhreathnach-Cashell, Sandrine Elberg, Katya Kan, Lieselle McMahon, Indigo Perry og Natasha van Netten.
Sameining A-Hún
Fréttir | 25. janúar 2020 - kl. 13:45
Byggðaráð Blönduósbæjar hélt fund í gær þar sem eitt mál var á dagskrá, skipun nýrra stjórnarmanna í stjórn Byggðasamlags um brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hafði á fundi sínum 22. janúar síðastliðinn bókað að stjórn Brunavarna A-Hún. væri ekki rétt kjörin samkvæmt samþykktum og að nauðsynlegt væri að breyta þeim.
Fréttir | 25. janúar 2020 - kl. 13:27
Fjölskylduguðsþjónusta í Blönduóskirkju sunnudaginn 26. janúar kl. 11:00. Barnastund í kjallaranum. Allir velkomnir. Kirkjukórinn syngur við undirleik Eyþórs Franson Wechner.
Frá æfingu í vikunni.
Frá æfingu í vikunni.
Fréttir | 25. janúar 2020 - kl. 07:31
Æfingar á skemmtiatriðum í fullum gangi
Skemmtilega nefndin, sú sem sér um skemmtiatriðin á þorrablóti Blönduósingar, er á fullu gasi í undirbúningnum. Forvitnilegt verður að sjá hverjir verða þess heiðurs aðnjótandi að verða teknir fyrir í annál ársins 2019. Eitt er víst að annállinn verður bráðskemmtilegur og fjörugur og ýmislegt mun koma á óvart. Eins og allir Blönduósingar vita verður Blöndublótið haldið eftir viku eða laugardaginn 1. febrúar í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Hólaneskirkja
Hólaneskirkja
Fréttir | 25. janúar 2020 - kl. 07:14
Kirkjustarf Skagastrandarprestakalls árið 2020 hefst með messu í Hólaneskirkju á morgun, sunnudaginn 26. janúar klukkan 11. Í henni sameinast kynslóðir í lofgjörð og bæn. Kór Hólaneskirkju syngur og sunnudagaskólabörnin og söfnuðurinn lætur heldur ekki sitt eftir liggja að taka undir í söng. Organistinn Hugrún Sif spilar undir og Bryndís prestur þjónar fyrir altari og predikar. Gengið verður til altaris. Eftir stundina er boðið upp á veitingar og föndur á kirkjuloftinu.
Fréttir | 25. janúar 2020 - kl. 07:10
Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Hans klaufi í Félagsheimilinu á Hvammstanga mánudaginn 27. janúar klukkan 17:30 og í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 28. janúar næstkomandi klukkan 17:30. Leikhópurinn er landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið. Hópurinn, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, er nú þriðja veturinn í röð komin inn í hlýjuna. Hópurinn setti Hans klaufa fyrst upp árið 2010, en nú tíu árum síðar, verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi.
Fréttir | 24. janúar 2020 - kl. 11:00
Húnavatnshreppur hélt íbúafund í Húnavallaskóla í lok nóvember á síðasta ári og sóttu um 40 íbúar hann. Jón Gíslason, oddviti sveitarfélagsins setti fundinn og fór yfir áherslur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Því næst fór fram vinnustofa sem ráðgjafar KPMG stýrðu. Á vef Húnavatnshrepps má finna samantekt frá fundinum sem inniheldur niðurstöður vinnustofunnar sem settar eru fram sem vinnugögn til frekari úrvinnslu.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
09. ágúst 2019
Aldurssmánun samtímans
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á visir.is fyrr á þessu ári þar sem hún talar um aldurssmánun samtímans. Í greinninni fjallar hún um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru.
::Lesa
Spaugið
28. október 2019
Farandverkamaðurinn
Farandverkamaður í Neskaupstað fékk tölvupóst frá kærustu sinni í Reykjavík sem hljóðaði svona: Kæri Jón. Ég get bara ekki lengur verið með þér. Fjarlægðin er bara allt of mikil.
::Lesa
©2020 Húnahorniđ