Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 6. júní 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2023
SMÞMFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 23:20 SSV 5 4°C
Laxárdalsh. 23:20 SV 4 5°C
Vatnsskarð 23:20 V 2 4°C
Þverárfjall 23:20 SV 2 4°C
Kjalarnes 23:20 NV 2 6°C
Hafnarfjall 23:20 S 3 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
05. júní 2023
50. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. júní 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
29. maí 2023
Eftir Pétur Arason sveitarstjóra Húnabyggðar
26. maí 2023
49. þáttur: Eftir Jón Torfason
20. maí 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. maí 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. maí 2023
Húnavaka 2010 | 17. júlí 2009 - kl. 19:57
Blönduhlaup USAH á laugardaginn --- ÁMINNING TIL ALLRA HLAUPARA ---
Frá USAH

Blönduhlaup verður haldið laugardaginn 18. júlí kl. 11:00 í tengslum við sumarhátíðina Húnavöku á Blönduósi. Sumarhátíðin Húnavaka er fjölskylduhátíð og því verður mikið um að vera á Blönduósi fyrir alla fjölskylduna þessa helgi.

 

Aldursflokkaskipting og vegalengdir:

 

Aldursflokkaskipting og vegalengdir, bæði kyn:

  • 2,5 km: 12 ára og yngri (skemmtiskokk er í boði fyrir alla aldurshópa, en  verðlaunapeningar bara fyrir 12 ára og yngri)
  • 5 km: 15 ára og yngri, 16 ára og eldri.
  • 10 km: 29 ára og yngri 30-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri.

Hlaupaleiðin verður bæði á götum og stígum umhverfis Blöndu. Tímataka verður í öllum vegalengdum. Hlaupið hefst á planinu fyrir framan Félagsheimilið á Blönduósi og endar einnig þar. Keppendur í öllum vegalengdum hefja keppni samtímis.

  

Verðlaun

Verðlaunapeningur fyrir efsta sæti í hverjum aldursflokki (fyrir utan skemmtiskokkið). Allir keppendur sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarskjal með skráðum árangri.

 

Skráningargjald

Þátttökugjald er 1000 kr fyrir 16 ára og eldri en 500 kr fyrir 15 ára og yngri.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Upplýsingar og skráning sendist á usah@simnet.is.

Óskað er eftir forskráningu en annars hefst skráning kl. 10:00 á keppnisdag við rásmarkið.

 

Höf. rzg
Sveinbjörn með Blöndulaxinn sinn. Mynd: FB/Starir
Sveinbjörn með Blöndulaxinn sinn. Mynd: FB/Starir
Fréttir | 05. júní 2023 - kl. 15:37
Laxveiði hófst í Blöndu í morgun. Fyrsti laxinn kom á land þegar nokkuð var liðið á morguninn en það var veiðimaðurinn Þorsteinn Stefánsson sem fékk hann sunnanmegin á Breiðunni. Laxinn var ekki stór og telst vera smálax sem er talið vita á gott fyrir sumarið, að hann sé mættur snemma í ána. Nokkru seinna landaði Sveinbjörn Stefánsson 83 sentímetra langri hrygnu, sem kalla má ekta Blöndulax.
Glaðheimar
Nicolas de Vito. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Nicolas de Vito. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 05. júní 2023 - kl. 15:10
Kormákur Hvöt ætlar sér stóra hluti í 3. deildinni í sumar og er liðið enn að styrkja sig í baráttunni. Nýverið var gerður samningur við 29 ára gamlan argentínskan miðjumann, Nicolas de Vito en hann kemur til liðsins frá Ítalíu. Á facebookaðdáandasíðu Kormáks kemur fram að hann hafi ungur verið viðloðandi unglingalandslið Argentínu og að hann sé vinnuhestur sem geti dreift boltanum þvers og kruss enda jafnvígur á báða fætur.
Fréttir | 05. júní 2023 - kl. 13:51
Verkefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal innheimta meðlaga, munu færast til ríkisins frá og með 1. janúar 2024. Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi lagafrumvarp innviðaráðherra um breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra á Blönduósi mun taka að sér stjórnsýsluverkefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga, en sýslumenn eru innheimtumenn ríkissjóðs.
Fréttir | 05. júní 2023 - kl. 11:47
Tilkynning frá Húnabyggð
Bændur sem óska þess að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um láta vita á netfangið plast@hunabyggd.is seinasta lagi 6. júní.
Silver Cross barnavagn. Mynd: FB/Silver Cross fíklar á Íslandi
Silver Cross barnavagn. Mynd: FB/Silver Cross fíklar á Íslandi
Fréttir | 05. júní 2023 - kl. 10:26
Um sjómannadagshelgina á Skagaströnd voru Silver Cross barnavagnar til sýnis í kjallaranum á Bjarmanesi, sem Helena Mara Velemir hefur safnað og skrifað sögu hvers og eins. Vagnarnir eru 13 talsins sem Helena á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. Vísir.is segir frá þessu og haft er eftir Helenu að hún hafi lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum á Skagaströnd.
Pistlar | 05. júní 2023 - kl. 09:41
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu ,Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara.
Mynd: FB/Gróðurhúsið á Reykjum
Mynd: FB/Gróðurhúsið á Reykjum
Tilkynningar | 05. júní 2023 - kl. 09:16
Síðustu forvöð að skrá sig í blóma- og skoðunarferðina 8. júní, eru til mánudagskvölds 5. júní.
Stefnt er að "sumarblómaferð" að Reykjum í Hrútafirði fimmtudaginn 8. júní næstkomandi ef þáttaka næst. Farið verður frá Hnitbjörgum klukkan 11:30. Farið verður fyrst í Gróðurhúsið á Reykjum og síðan verður farið í Leirhús Grétu á Litla Ósi, en þar er margt fallegra muna. Síðan myndum við fá okkur hressingu á heimleiðinni.
Fornleifagröftur á Höfnum á Skaga. Mynd: fornleif.is
Fornleifagröftur á Höfnum á Skaga. Mynd: fornleif.is
Fréttir | 04. júní 2023 - kl. 17:35
Fornleifarannsókn hófst á dögunum á Höfnum á Skaga þar sem stór verstöð var á miðöldum. Ýmsir forvitnilegir gripir hafi komið í ljós við rannsóknina eins og gnótt hvalbeina. Fornleifafræðingur bindur vonir við að fleiri gripir eigi eftir að koma í ljós á næstu vikum. Sagt er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins.
Tilkynningar | 04. júní 2023 - kl. 10:35
Um þessar mundir eru 20 ár síðan hið nýja safnhús Heimilisiðnaðarsafnsins var tekið í notkun vorið 2003. Sumaropnun safnsins hófst þann 1. júní og stendur til 31. ágúst. Safnið er opið alla daga frá kl. 10:00 til 17:00. Þótt safnið sé ekki formlega opið á öðrum tímum ársins er oft á tíðum óskað eftir móttöku hópa, ekki síst vor og haust. Má nefna að nú í apríl og maí mánuðum einum var tekið á móti um 300 gestum.
Tilkynningar | 04. júní 2023 - kl. 10:30
Frá stjórn
Á stjórnafundi Kirkjugarðs Blönduóss, sem haldin var 31. maí síðastliðinn, var samþykkt að hinn árlegi dagur snyrtimennskunnar í garðinum verði sunnudaginn 11. júní frá klukkan 12:00 til 16:00. Umsjónamaður garðsins ásamt stjórnafólki sem á heimagengt verður á staðnum og aðstoðar fólk ef óska er eftir því, annars erum við vön að finna okkur verkefni við þetta tækifæri.
Jón að grúska í heimildum. Mynd: Ingi Heiðmar Jónsson
Jón að grúska í heimildum. Mynd: Ingi Heiðmar Jónsson
Fréttir | 04. júní 2023 - kl. 09:53
Í rúm tvö ár hefur Jón Torfason birt greinar á Húnahorninu undir heitinu Þættir úr sögu sveitar þar sem hann fjallar um íbúa í Torfalækjarhreppi sem bjuggu þar frá lokum 18. aldar og til fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir og auk húsbænda var þar margt vinnufólk og húsfólk. Í þáttunum er saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og reynir Jón að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna. Í dag birtir Jón fimmtugasta þáttinn sem fjallar um Jón á Húnsstöðum.
Húnsstaðir. Myndin er úr bókinni Ættir Austur-Húnvetninga, III bindi, bls. 1138.
Húnsstaðir. Myndin er úr bókinni Ættir Austur-Húnvetninga, III bindi, bls. 1138.
Pistlar | 04. júní 2023 - kl. 09:50
50. þáttur. Eftir Jón Torfason
Í minni æsku voru tveir Jónar á Húnsstöðum, sá eldri Jón Benediktsson (21. maí 1881-14. desember 1977) náði háum aldri og sá yngri Jón Benedikt Björnsson (f. 20. mars 1947), dóttursonur gamla Jóns, á vonandi eftir að gera það líka. Sá er munur á þessum langfeðgum að Jón eldri var kallaður „á Húnsstöðum“ en Jón yngri er „frá Húnsstöðum“ því hann flutti þaðan að afliðnum unglingsárunum. En fyrr á tíð bjuggu aðrir Jónar á þessari jörð, óskyldir fyrrnefndum nöfnum eða a.m.k. lítið skyldir svo ég viti.
Fréttir | 03. júní 2023 - kl. 17:42
Kormákur Hvöt tók á móti Hvíta riddaranum á Blönduósvelli í dag þegar leikið var í 5. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 3. deild. Leikurinn var sá fyrsti í sumar á Blönduósvelli og fór það sérlega vel í leikmenn, þ.e. heimamenn. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði Sigurður Bjarni Aadnegard gott mark fyrir Kormák Hvöt og þannig stóðu leikar í hálfleik 1-0.
Fréttir | 03. júní 2023 - kl. 16:45
Á vef Ríkisútvarpsins er fjallað um flottustu merki íþróttafélaga á Íslandi. RÚV fékk nokkra álitsgjafa til að skera úr um það og á meðal merkja sem fékk umfjöllun er merki Ungmennasambands Austur-Húnvetninga. Álitsgjafarnir, sem voru 15 talsins, voru beðnir um að raða upp tíu flottustu merkjunum að þeirra mati. Merkið í fyrsta sæti fær tíu stig, næst flottasta níu, og þannig koll af kolli þar til að tíunda sætið fær eitt stig. Býsna mörg merki fengu atkvæði en það var merki Knattspyrnufélags Reykjavíkur sem sigraði.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið