Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Fimmtudagur, 9. desember 2021
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2021
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 10:30 NNV 6 -4°C
Laxárdalsh. 10:30 NA 6 -2°C
Vatnsskarð 10:30 ANA 5 -2°C
Þverárfjall 10:30 ASA 4 -2°C
Kjalarnes 10:30 ANA 10 2°C
Hafnarfjall 10:30 ASA14 4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
29. október 2021
Spennandi tímar
Alþingiskosningarnar eru yfirstaðnar og eins og gengur eru sumir sáttir og aðrir ósáttir og enn aðrir mjög ósáttir.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. desember 2021
Eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. nóvember 2021
15. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. nóvember 2021
Eftir Hafdísi Báru Óskarsdóttur
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. nóvember 2021
Mynd: Halla Ósk.
Mynd: Halla Ósk.
Pistlar | 16. febrúar 2016 - kl. 09:49
Stökuspjall - Þeir urðu vinir á vondu ferðalagi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Lengi eimir eftir af sögum af prestum og vési þeirra með söfnuðum sínum; prestur Miðfirðinga stóð fyrir karlakór, sá snæfellski var sóttur þegar blöndungurinn stíflaðist í bátsvélinni en presturinn sem kom til að starfa að menningar- og Guðsmálum í Svartárdalnum kaus að byrja á því að flytja setur sitt út að Æsustöðum og bjó þar á dalamótum, kominn miðsvæðis í prestakall sitt, sem náði út Langadalinn og átti eftir að telja 5 kirkjur þegar Auðkúlu- og Svínavatnskirkjur bættust við.

Sr. Gunnar Árnason kenndi sig við Skútustaði þar sem faðir hans hafði verið prestur, hann tónaði ekki en varð öflugur stuðningsmaður karlakórsins í sveitinni sem stofnaður var um líkt leyti og hann flutti þangað. Gunnar prestur var kosinn til sveitarstjórnar, hann varð formaður í Sögufélaginu Húnvetningi, skrifaði þætti í Svipi og sagnir, þýddi leikrit og sögur, skrifaði rómaðar líkræður og sögu karlakórsins.

Síðastliðinn sunnudag söng Húnakórinn í Reykjavík nokkur lög af þessum norðlensku slóðum austur í Flóa/Þingborg og þá hafði söngstjórinn karlakórsbókina uppi á hljóðfærinu og las milli laga kjarnyrtar lýsingar prests af söngstjórum úr Blöndudal s.s.:

Þorsteinn frá Gili var jafnan glaður og reifur og hinn röskasti maður að hverju sem hann gekk. Hann var sérlega söngnæmur og söngmaður mikill. Áræðinn maður og kappsamur. Gleðimaður sem þeir frændur flestir og kurteis.

Jónas er óvenju fjölgáfaður maður. Verkmaður ágætur, geysifróður og langminnugur, skáld gott. Hann hefur jafnan haft mikinn hug á þjóðfélagsmálum og er vel máli farinn. Þó er hann hinn prúðasti í málfærslu sem og dagfari öllu.

Þannig skrifaði prestur um söngbræðurna í kórsöguna Tóna í tómstundum, Þorstein fyrrum organista við Blönduóskirkju og Jónas Tryggvason, nýfluttan á Húnabraut 26 við ósinn stranga. Gunnar prestur orti erfiljóð um Pál á Holtastöðum í 14 erindum. Páll kom sunnan úr Árnessýslu í Langadalinn, sérstakur maður, heiðarlegur og trúr:

Hans fjölmörgu góðverk falla senn
í fyrnsku og gleymsku haf,
ég læt mér nægja að nefna eitt,
að níu ár hann gaf,
til bús með ekkju og börnum, svo
þau bjargast gætu af.

Vinir voru þeir sr. Gunnar á Æsustöðum og Jónas Tryggvason, skiptust á bréfum eftir að Æsustaðafjölskyldan flutti suður og ræktu vináttu sína. Honum sýndi Jónas ljóð sín.

Í ljóði sínu Draumur segir Jónas:

og öll mín sorg og allur hjartans klaki
í innstu vitund minni liggja grafin.

Þetta ljóð Jónasar var flutt af áðurnefndum Húnakór í Þingborg s.l. sunnudag við nýtt lag samið af söngstjóranum Eiríki Grímssyni. Því var prýðisvel tekið og samkomugestir sungu auk þess saman undir borðum annað ljóð Jónasar og kunnara, Ég skal vaka í nótt.

Sr. Gunnar kom í Herdísarvík þar sem skáldið Einar Benediktsson hafði gert garðinn frægan:

Hér við ystu úthafsströnd
með allan heim að baki
rétti skáldi Herrann hönd
hinsta flugs í taki.

Fáir hafa komið heim að Brún í Svartárdal enda liggur ekki bílvegur þangað hvað þá brú. En þar eiga kunnir menn rætur eins Klemens Þorleifsson kennari og skáldið Sigurður frá Brún. Brún fór í eyði fyrir miðja síðustu öld og Gunnar Árnason orti:

Lít ég heim að bænum Brún.
Burt er fólk og hjörðin.
Hér er ennþá raunarún
rist í móðursvörðinn.

Sóknarpresturinn sem kom til Bergsstaðaprestakalls 1925 á sterkan þátt í framfaramálum sókna sinna, gengi kórsins, byggingu Húnavers og að leggja rækt við skáldmælt ungmenni eins og sjá má af sögunni Messudagur eftir Guðmund Halldórsson. Biskupinn hringdi til guðfræðingsins unga í september eftir að hann hafði lokið prófinu til að segja honum frá eina lausa prestakallinu, Bergsstaðaprestakalli og þar hafði Ásmundur Gíslason móðurbróðir hans þjónað og unað þar vel en kona hans síður. Og klerkur sló til og sló 75 krónu lán fyrir hempunni. Til Blönduóss kom hann með skipi 9. nóvember 1925 með eigur sínar í tveim ferðatöskum og 2-3 bókakössum. Þá var komin vörubíll á Blönduós, bílfært fram að Auðólfsstöðum og ný saga að hefjast.

En til botna þetta spjall verður rifjuð upp vísa prests um Börk frá Barkarstöðum og hvað Sigurður bóndi þar tók vel á móti nýja prestinum með því að bjóða honum jarpan klár til að ferðast á:

Berki eflaust bregða má
um bresti af ýmsu tagi,
en við höfum orðið vinir á
vondu ferðalagi.

Og stakan var eina endurgjaldið fyrir hestlánið segir prestur í minningum sínum sem birtust í safnritinu, Hugurinn flýgur víða Rv. 1972.

Ingi Heiðmar Jónsson

Trúr þjónn í tímaritinu Óðni 1936 bls. 18: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2293607  
Af Páli á Holtastöðum í Kirkjuritinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4728183
sr. Gunnar/mannlýsing Magnúsi á Syðra-Hóli: http://stikill.123.is/blog/record/505883/
Jónas Tryggvason/Draumur: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5022&ut=1
Sr. Gunnar á ferð í Herdísarvík: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=24989

Eldra stökuspjall
Rökkrið sveipaði rauðum tjöldum að ranni mínu: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=12568
Túngarður í Tungunesi: http://www.huni.is/index.php?cid=12508
Pamfílar lukkunnar: http://www.huni.is/index.php?cid=12482

Höf. rzg
Olga Vocal Ensemble
Olga Vocal Ensemble
Tilkynningar | 08. desember 2021 - kl. 16:43
Frá sóknarnefnd Blönduóskirkju
Sóknarnefndin vill minna á jólatónleika Olga Vocal Ensemble sem haldnir verða fimmtudaginn 9. desember klukkan 20.00 í kirkjunni. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í orgelsjóð Blönduóskirkju. Miðasala á tix.is og við innganginn.
Landsvirkjun störf í Blöndu
Lyklar af Brekkugötu 2 afhentir
Lyklar af Brekkugötu 2 afhentir
Fréttir | 08. desember 2021 - kl. 14:48
Síðast liðinn föstudag afhenti Halldór Hreinsson fyrir hönd eigenda Brekkugötu 2 félaginu lyklavöldin að jarðhæð og kjallara húss Sigurðar Pálmasonar. Hefur félagið frjáls afnot af húsnæðinu fram til 17. júní á næsta ári og greiðir aðeins fyrir rafmagn og hita. Stjórn félagsins er afar þakklát fyrir þennan rausnarskap og stefnir að því að nýta þetta húsnæði sem best fyrir nýjungar og fjölbreyttara félagsstarf í þágu eldri borgara og samfélagsins alls þennan tíma.
Jólahús 2021
Frá minningarhátíðinni um Jónas árið 2016. Ljósmynd: Jón Sig.
Frá minningarhátíðinni um Jónas árið 2016. Ljósmynd: Jón Sig.
Pistlar | 08. desember 2021 - kl. 08:47
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Mannsaldur er tíminn milli kynslóða eða þriðjungur aldar segir okkur orðabókin. Jónasi föðurbróður ólst ég upp með í Ártúnum þar til hann flutti til Blönduóss haustið 1959, en þá var ég orðinn tólf ára, nær hálfnaður með fyrsta mannsaldur minn. En fyrir honum lá að lifa og starfa aldarfjórðung með nýjum sveitungum á blómaskeiði í félagslífi héraðsins sem okkur þykir eftirsóknarvert að fái lifað sem lengst og samfelldast.
Glaðheimar
Fréttir | 07. desember 2021 - kl. 15:05
Út er komin bókin Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586 eftir Lárus Ægi Guðmundsson. Í bókinni er rakin saga kaupmennsku á Skagaströnd frá árinu 1586 en þá var gefið út verslunarleyfi handa Ratke Timmermann frá Hamborg. Alla tíð síðan hefur verið verslun á Skagaströnd og um langan aldur var þar eini verslunarstaðurinn í Húnavatnssýslu.
Fréttir | 07. desember 2021 - kl. 14:09
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv. Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörkunum í ljósi óvissu um þróun faraldursins, ekki síst vegna tilkomu Ómíkron-afbrigðis kórónaveirunnar.
Tilkynningar | 07. desember 2021 - kl. 12:41
Frá stjórn Jólasjóðsins
Nú fer að líða að jólum og vill Jólasjóðurinn minn á sig. Sjóðurinn hefur fengið styrki frá félagasamtökum, sveitarfélögum og einstaklingum til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu, sem minna mega sín. Þörf fyrir aðstoð á svæðinu hefur aukist frá ári til árs, hefur Félagsþjónustan fært einstaklingum og fjölskyldum inneignarkort sem jólasjóðurinn fjármagnar með styrkjum frá ykkur.
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Tilkynningar | 07. desember 2021 - kl. 11:27
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi óskar eftir að ráða karlmann í 20%-40% starfshlutfall og afleysingar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Fréttir | 07. desember 2021 - kl. 10:14
Jólaflóamarkaður verður haldinn laugardaginn 11. desember í Nesi listamiðstöðinni á Skagaströnd klukkan 12-17. „Áttu handverk, bækur, spil, dót, föt, málverk eða muni sem nýtast ekki lengur á heimilinu og leita nýrra ævintýra í jólapakkann,“ segir í auglýsingu frá listamiðstöðinni. Kakó, djús, smákökur og jólabíó verður í boði á meðan markaðurinn stendur.
Sameining A-Hún
Tilkynningar | 06. desember 2021 - kl. 14:03
Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
Mánudaginn 13. desember n.k. má búast við skertri þjónustu á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, á Blönduósi og Sauðárkróki, vegna flutnings á tölvukerfum sýslumanna.
Fréttir | 06. desember 2021 - kl. 09:33
Kosið verður um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps laugardaginn 19. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram á vef sameiningarverkefnisins, Húnvetningi II, en þar segir að tillaga samstarfsnefndar um sameiningunna hafi nú fengið fyrri umræðu í báðum sveitarstjórnum. Samstarfsnefndin leggur það einnig til að henni verði falið að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.
Fréttir | 05. desember 2021 - kl. 22:02
Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur og Blönduósbær hafa öll lýst yfir þungum áhyggjum að sífellt auknum kostnaði vegna rekstur málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Öll sveitarfélögin í landshlutanum starfa saman að málaflokknum og leiðir Sveitarfélagið Skagafjörður samstarfið. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið á föstudaginn að það stefni í mikill halla í rekstrinum á þessu ári.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 05. desember 2021 - kl. 12:16
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag. Spáð er suðaustan 15-23 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 35 m/s á þeim slóðum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst.
Fréttir | 04. desember 2021 - kl. 10:00
Jólaleikur Húnahornsins
Sú hefð hefur skapast á Húnahorninu í desember að velja Jólahús ársins á Blönduósi. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2021 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 20. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi.
Friðrik Halldór. Mynd: blonduos.is
Friðrik Halldór. Mynd: blonduos.is
Fréttir | 04. desember 2021 - kl. 09:20
Friðrik Halldór Brynjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar. Friðrik var metinn hæfastur úr hópi tíu umsækjenda um starfið sem auglýsti laust í október. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á stjórnun og fjármál, frá Háskólanum á Akureyri og er í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
23. júní 2021
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir.... Hann er með: Frekjugang, aulagang, ...
::Lesa

©2021 Húnahornið