Karlakórinn Gamlir fóstbræður
Karlakórinn Gamlir fóstbræður
Fréttir | 20. mars 2017 - kl. 19:27
Gamlir fóstbræður syngja í Húnaþingi

Karlakórinn Gamlir fóstbræður heldur tvenna tónleika í Húnaþingi um næstu helgi. Þeir fyrri fara fram í Blönduóskirkju, laugardaginn 25. mars klukkan 16 og þeir seinni í Félagsheimilinu Hvammstanga. sunnudaginn 26. mars klukkan 16. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson og einsöngvari Þorgeir J. Andrésson. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir eldri borgara.

Á tónleikunum á Blönduósi mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps koma fram undir stjórn Skarphéðins Einarssonar og á tónleikunum á Hvammstanga mun Karlakórinn Lóuþrælar koma fram undir stjórn Daníels Geirs Sigurðssonar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga