Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:15 0 0°C
Laxárdalsh. 01:15 0 0°C
Vatnsskarð 01:15 0 0°C
Þverárfjall 01:15 0 0°C
Kjalarnes 01:15 0 0°C
Hafnarfjall 01:15 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Ljósm: Róbert Daníel.
Ljósm: Róbert Daníel.
Pistlar | 18. apríl 2017 - kl. 09:18
Sögufélagsfundur á laugardag & Stökuspjall: Vakir gleði
eftir Inga Heiðmar Jónsson

Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn á laugardaginn (22/4) kl. 14 í Eyvindarstofu/B&S Restaurant á Blönduósi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Sesselja Þórðardóttir kennari flytja og fjalla um efni bréfs er ritað var á fyrstu starfsmánuðum nýju ráðskonunnar í Sauðanesi, hennar Sesselju Þórðardóttur 1888-1942. Bréfritari var Guðrún Þorfinns en viðtakandi bréfs Jóhanna Þórðardóttir á Blönduósi. Fyrirlesari gerði í vetur þátt af þessu efni og flutti í fyrirlestraröðinni í Húnabúð í nóvember og nefndi þáttinn: Sumir eru að segja að hún muni nú ílengjast þar. Fundurinn stendur væntanlega 2 - 3 tíma og þar verður borið fram kaffi sem fundargestir greiða sjálfir. Annað árgjald er ekki í Sögufélaginu og eru allir velkomnir.

Áhugasömum sem dvelja utan héraðs er bent á strætó 57 sem ekur úr Mjóddinni kl. 9 og skilar farþegum kl. 13 á Blönduós. Á suðurleið verður vagninn kl. 18.30 og stansar í N1-skálanum, næsta húsi við Eyvindarstofu og er kominn aftur suður í Mjóddina kl. 22.45.

Kemur nú að stökuspjalli: Hringjarinn við Hraungerðiskirkju sem einnig er vefsýslumaður við Árnesingavef rímaði þannig kveðju sína og bjartsýni í sól og blíðviðri páskadags:

Upp rís sól og allt er bjart
örvast líf í gáska.
Brátt vex gróður – gullið skart
–  gleðilega páska. GSt.

Síðasta vísan/ljóðið sem nýnefndur safnari setti á Árnesingavef hljóðar svo:

Dansinn dunar kátt
dyr í hálfa gátt.
Kuldalegur rómur
kallar hátt:
„Kirkjan sekkur brátt"

Og ótal raddir svara:
„Sökkvi hún bara"   Jón Thor Haraldsson

Náma af mergjuðum stökum og gömlum er vísnabókin Eg skal kveða við þig vel. Í bókinni er hringhenda sem Bragi Sveinsson frá Flögu yrkir um Aðalstein eina sem er kannski piparmenni fremur en að hann sé einbúi. Í manntali 1920 finnst einhleypur og ungur bóndi á Öxnhóli, Aðalsteinn Sigurðsson, sem gæti átt þessa vísu skilið. Íslendingabók fræðir betur: Aðalsteinn sinnti oddvita- og bóndastarfi, bjó á Öxnhóli og náði nær 78 ára aldri. Ólmari vörgum þýðir væntanlega hrós fyrir dugnað:

Dregur björg í búið einn
betur mörgum halnum
ólmari vörgum Aðalsteinn
innst í Hörgárdalnum.

Ragnar Böðvarsson, fræðimaður og snjall stökusmiður, var í för með Sunnlendingum  vorið 2012 er þeir komu norður í Húnaver að heimsækja skáldið úr dalnum og syngja ljóðin hans, þ. e. Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum. Ljóð Gísla og saga voru þá sett í öndvegi og margir afkomendur Gísla og sveitungar komu saman í dalnum hans af því tilefni.

Ragnar orti ferðaljóð handa félögum sínum sem hefst þannig:

Löngum heillar ferðalang fjarlægðin blá
förum nú um Húnaþing grösugt og lokkandi.
Vakna minni útlegðar öræfum frá
ógnarsaga rifjast upp Þrístöpum hjá.
Margur er hér snöggur að snúa ræðu í brag
snilldarvísur Skáld-Rósu lifa enn í dag.
Lækjarvísur Gísla má löngum vítt um byggðir heyra.
Ljúflega fimmundarstemmurnar hljóma við. RB

Seinni vísuna má finna á Húnaflóa – vísnavef og syngja við lagið Svífur yfir Esjunni.

Vinur Ragnars, Brynjólfur ráðunautur á Hólmarvík, orti vorvísuna sem fær það hlutverk að slá botninn í Stökuspjallið. Gleðilegt sumar!

Vakir gleði, vaknar þrá
villtu léttast sporin.
Alltaf gerist okkur hjá
yndislegt á vorin.

Vísað er til:
Nóvemberfyrirlestrar í Húnabúð: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=13292
Ballið í Hruna: http://bragi.info/arnes/ljod.php?ID=5319
Vísa úr Hörgárdal: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=29626
Öxnhóll/manntal 1920 Aðalsteinn 27 ára: http://manntal.is/leit/itarleit=(leitarord=a%C3%B0alsteinn;heimili=null;sysla=null;sokn=skri%C3%B0uhreppur;stada=null;aldur=null;kyn=null)/1920/1/1920/38048/4036
Eg skal kveða við þig vel – vísur á Húnaflóavef úr þessari vísnabók: http://bragi.info/hunafloi/vardveisla.php?ID=7868
Vísnasafn Hörgársveitar: http://www.horgarsveit.is/default.asp?sid_id=30376&tId=1&Tre_Rod=005|009|&qsr
Skáldið úr dalnum: http://stikill.123.is/blog/2012/05/27/615595/
Öxlin gnæfir yfir Þingið: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12707
Húnaflóavísur RB: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5105
Vorvísa frá Hólmavík: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=24184
Örnefni í Austur-Húnavatnssýslu: https://www.dropbox.com/sh/ww5i6xktgfppi7e/AADsv_0gPuWsM8n35l_ohkKYa?dl=0

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Glaðheimar
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:27
Þrítugasta og annað ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið á fimmtudaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel, að því er segir á vef samtakanna. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt og ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt. Fram kemur á vef SSNV að frekari upplýsinga er að vænta um það sem fram fór á þinginu.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið