Fréttir | 23. apríl 2017 - kl. 10:54
Lóuþrælar syngja í Blönduóskirkju

Karlakórinn Lóuþræla syngja í Blönduóskirkju mánudaginn 24. apríl næstkomandi klukkan 21:00. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson. Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik á píanó og Ellinore Andersson á fiðlu. Einsöngvarar eru Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.

Aðgangseyrir er 3.000 krónur, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Enginn posi á staðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga