Skjáskot af rúv.is
Skjáskot af rúv.is
Fréttir | 24. apríl 2017 - kl. 12:39
Ljúfi Vatnsdalur í sjónvarpinu

Í gærkvöldi var sýnd í Ríkissjónvarpinu heimildarmynd eftir Þorstein J um Vatnsdalsá. Myndin heitir Ljúfi Vatnsdalur, heimildamynd um dásamlegan dal og fluguveiði. Vatnsdalsá er einstök fyrir sína laxveiði og dalurinn fyrir náttúrufegurð og því var ekki við öðru að búast en góðri mynd, sem svo varð raunin. Þorsteinn J. hefur um árabil unnið að gerð myndarinnar en í henni má m.a. sjá gamlar og nýjar ljósmyndir og hreyfimyndir úr Vatnsdal og viðtöl við veiðimenn og veiðileiðsögumenn.

Rætt er m.a. við Pétur Pétursson, leigutaka árinnar, Einar Fal Ingólfsson, ljósmyndara og Ólaf Vigfússon eiganda Veiðihornsins. Myndin er sannkölluð augnakonfekt en hana má nálgast í Sarpinum á rúv.is.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga