Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Fréttir | 25. apríl 2017 - kl. 17:09
Unnur Valborg nýr formaður ferðamálaráðs

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra hefur verið skipuð formaður ferðamálaráðs af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála. Unnur Valborg rekur einnig íbúðagistinguna Sólgarð á Hvammstanga og á og rekur fyrirtækið Aðstoðarmaður ehf. Hún hefur áralanga reynslu af rekstri og stjórnun.

Undanfarin ár hefur Unnur Valborg starfað við stjórnendaþjálfun og námskeiðahald, verið framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi og aðstoðarframkvæmdastjóri Hreyfingar. Hún er með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og Diploma í viðskipta- og rekstrarfræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið prófi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum og Coach U. Sagt er frá þessu á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga