Fréttir | Pistlar | 19. maí 2017 - kl. 21:59
Til íbúa Húnaþings og fleiri
Frá Kristjáni Þorbjörnssyni, yfirlögregluþjóni

Til íbúa Húnaþings og fleiri.

Ágætu íbúar Húnaþings, íbúar fyrrum Bæjarhrepps og aðrir þeir er þetta lesa.

Fimmtudaginn 18.05. 2017 var ég kallaður á skrifstofu nýs lögreglustjóra Norðurlands vestra og tilkynnt þar formálalaust að starf mitt væri lagt niður frá og með 1.júní 2017.  Ég mætti hætta störfum þá strax sem ég kaus að gera. 

Ég hef sinnt starfi mínu nú í um 36 ár, sem er töluvert langur tími.  Ég er stoltur af því og lít á það sem forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að fá að þjóna þessu byggðarlagi og íbúum þess.  Forréttindin ligga í því að hér í byggðarlaginu liggja rætur aldagamallar íslenskrar menningar og sögu, sem er mér afar kær og ég er stoltur að vera hluti af. 

Það er annarra að meta hvernig til hefur tekist á þessum árum en ég er stoltur af mörgu sem nú er að baki. 

Kæru samferðarmenn. Ég vil þakka ykkur af alhug samstarfið og öll samskiptin á þessum árum.  Þið hafði aldrei sýnt mér annað en sanngirni og velvild og þolað mér nokkra óþolinmæði, hvatvísi og líklega fleiri lesti. 

Ykkur óska ég alls hins besta í allri framtíð og sérstaklega óska ég þess  að byggðarlagið dafni og eflist og sem og áður ætla ég að vera einn af íbúum þess.

Kristján Þorbjörnsson

yfirlögregluþjónn. 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga