Fréttir | Pistlar | 24. maí 2017 - kl. 14:45
Frjálsíþróttamót á Akureyri “ 12 frá USAH
Frá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga

Laugardaginn 6. maí fóru 12 galvösk börn á Akureyrarmót UFA og kepptu í frjálsum íþróttum fyrir hönd USAH. Alls kepptu 70 börn á mótinu og stóðu krakkarnir okkar sig með stakri prýði. Mörg persónuleg met voru slegin auk þess sem margir verðlaunapeningar féllu í okkar hlut. Krakkarnir komu heim með samtals 20 verðlaun en það voru 8 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og  6 bronsverðlaun.

Í flokki 11. – 12. ára stúlkna kepptu Aðalheiður Ingvarsdóttir, Anna Karlotta Sævarsdóttir, Bríet Sara Sigurðardóttir, Emma Karen Jónsdóttir og Unnur Borg Ólafsdóttir. Í þeim flokki hömpuðum við:

3 sæti í 60m hlaupi
3. sæti í 600m hlaupi
3 sæti í 60m grind
2. sæti í hástökki
2. sæti í langstökk
1. , 2. og 3. sæti í kúluvarpi
1. og 2. Sæti í skutlukasti

Í flokki 13. – 14. ára stúlkna kepptu Embla Sif Ingadóttir, Ísól Katla Róbertsdóttir, Jóhanna Björk Auðunsdóttir og Þórey Blöndal Daníelsdóttir. Þar hömpuðum við:

3. sæti í hástökki
1. 2. og 3. sætið í kúluvarpi

Í flokki 13. – 14. ára drengja kepptu Brynjar Daði Finnbogason og Magnús Sólberg Baldursson. Þar hömpuðum við:

1. sæti í 60m hlaupi
1. sæti í 60m grindarhlaupi
2. sæti í hástökki
1. sæti í langstökki
1. sæti í kúluvarpi
1. sæti í skutlukasti

Krakkarnir héldu heim glöð og ánægð eftir skemmtilegan keppnisdag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga