Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 29. maí 2017 - kl. 10:03
Vinnuskóli Skagastrandar hefst 6. júní

Vinnuskóli Skagastrandar hefst 6. júní næstkomandi en hann er fyrir nemendur búsetta á Skagaströnd sem hafa nýlokið 8., 9. og 10. bekk Höfðaskóla. Skráning í vinnuskólann er á skrifstofu sveitarfélagsins. Markmiðið er að gefa unglingum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Vinnuskólinn er starfræktur í 10 vikur og lýkur föstudaginn 4. ágúst.

Daglegur vinnutími 10. bekkjar er frá 9-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er unnið til 12. Daglegur vinnutími 8. og 9. bekkjar er frá 9-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga en ekkert er unnið á föstudögum.

Laun er greidd út hálfsmánaðarlega. Nemendur 10. bekkjar þurfa að skila skattkorti og greiða félagsgjöld og lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag. Nemendur 10. bekkjar frá greitt 732 krónur á tímann, nemendur 9. bekkjar frá 581 krónu á tímann og nemendur 8. bekkjar 488 krónur á tímann. Laun eru lögð inn á bankareikning sem verður að vera á nafni og kennitölu viðkomandi unglings. Nemendur vinnuskóla eru tryggðir launþegatryggingu sem tryggir þá í vinnu og á beinni leið til og frá vinnu.

Nánar má fræðast um Vinnuskóla Skagastrandar á vef sveitarfélagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga