Fréttir | 16. júní 2017 - kl. 09:30
Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Hefðbundin skrúðganga verður farin frá leikskólanum, Hólabraut 17, að Félagsheimilinu og hefst hún klukkan 13:30. Síðan verður hátíðardagskrá á Bæjartorgi með hugvekju, fjallkonu, tónlist og hátíðarræðu svo eitthvað sé nefnt.

Hestaleigan Galsi býður á hestbak í Arnargerði 33 milli klukkan 11 og 12. Klukkan 12:30 verður boðið upp á andlitsmálun fyrir framan leikskólann að Hólabraut 17, helíumblöðrur og sælgæti til sölu á staðnum. Sundlaugin verður opin frá 10 til 20 þennan dag og Heimilisiðnaðarsafnið verður opið frá klukkan 10 til 17. Guðsþjónusta verður í Blönduóskirkju klukkan 11.

Ef veður leyfir verður sápurennibraut í kirkjubrekkunni frá klukkan 16:30-17:15. Þrautabraut verður í íþróttahúsinu fyrir yngstu börnin frá klukkan 17:15-18:00. Þá verður kvöldskemmtun Smábæjarleika Arion banka í íþróttahúsinu frá klukkan 20:00-20:50 og eru allir velkomnir.

Boðið verður upp á útsýnisflug frá Blönduósflugvelli á 17. júní og einnig verður boðið upp á flug síðdegis í dag og á sunnudaginn eftir þörfum. Allt flug fer þó eftir veðri. Verð fyrir stutt flug er 2.000 krónur pr. sæti. Fyrir heldur lengra flug 3.000 krónur pr. sæti. Æskilegt er að þrír bóki sig saman en ekki skylda. Pantanir í síma 898 5695 (Magnús).

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní:

Kl.8:00 Fánar dregnir að hún.

Kl.10:00-20:00 Sundlaug Blönduóss opin.

Kl.10:00-17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið.

Kl.11:00-12:00 Guðsþjónusta í Blönduóskirkju.

Kl.11:00 -12:00 Hestaleigan Galsi býður á hestbak að Arnargerði 33.

Kl.12:30 Kl.13:30 Andlitsmálun fyrir utan leikskólann, helíum blöðrur og sælgæti verður til sölu (ath enginn posi á staðnum).

Kl.13:30 Skrúðganga frá leikskólanum að Félagsheimilinu. Hátíðardagskrá við Félagsheimilið; Hugvekja Fjallkonan hátíðarræða, tónlistaratriði.

Kl.16:30-17:15 Sápurennibraut í kirkjubrekkunni (ef veður leyfir).

Kl.17:15-18:00 Ãžrautabraut fyrir yngstu börnin í íþróttahúsinu.

Kl.20:00-20:50 Kvöldskemmtun Smábæjarleika Arion banka í íþróttahúsinu, allir velkomnir.

Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga