Fréttir | 16. júní 2017 - kl. 10:39
Eyða lúpínu á Spákonufellshöfða

Fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun mun í næstu viku vinna að eyðingu lúpínu á Spákonufellshöfða. Markmiðið er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandi Höfðans og endurheimta gróðursvæði sem lúpínan hefur lagt undir sig. Hópurinn mun minna í nánu samstarfi við áhaldahús og vinnuskóla Skagastrandar. Þar sem verkið er ekki auðvelt viðureignar auglýstir sveitarfélagið eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt. „Með samstilltu átaki má ná enn betri árangri,“ segir á vef Skagastrandar.

Hópurinn mun hittast við áhaldahúsið mánudaginn 19. júní klukkan 9:00 og þeir sem hefðu áhuga á að mæta þar eru velkomnir. Sömuleiðis er fólki velkomið að koma inn í vinnuhópinn þegar hentar síðar í vikunni og leggja sitt að mörkum í samráði við hópinn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga