Fréttir | Pistlar | 21. júní 2017 - kl. 19:16
Velheppnuð tombóla
Frá Emmu, Fanneyju og Rannveigu

Emma Karen Jónsdóttir, Fanney Björg Elmarsdóttir og Rannveig Gréta Guðmundsdóttir tóku sig til á dögunum og söfnuðu hlutum á tombólu. Tombóluna héldum við síðan í Kjörbúðinni á Blönduósi. Ágóðann af sölunni notuðum við til að kaupa gjafir handa Helga Guðsteini 7 ára, en hann greindist nýlega með hvítblæði og er hann mikið inn á Barnaspítala Hringsins. Okkur langaði til að kaupa handa honum gjafir til að stytta honum stundirnar á sjúkrahúsinu.

En kæru Blönduósingar og nærsveitungar, þið tókuð svo vel í þetta verkefni og styrktuð bæði með hlutum á tombóluna, kaupum og peningum að við söfnuðum 53.601 kr. Við keyptum gjafir fyrir ca. 13.000 og færðu Helga og fjölskyldu svo 40.000. Helgi Guðsteinn var afar ánægður og þakklátur þegar Rannveig kom með gjafirnar og færði honum.

Helgi Guðsteinn er sonur Margrétar Fanneyjar og Fannars sem bjuggu á Blönduósi þar til í fyrra. Við sendum Helga Guðsteini og fjölskyldu baráttukveðjur og styrk í þetta erfiða verkefni sem framundan er hjá þeim.

Takk fyrir stuðninginn,
Emma, Fanney og Rannveig

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga