Fréttir | 13. júlí 2017 - kl. 08:33
Skreytingadagur í dag

Húnavaka, bæjarhátíð og fjölskylduskemmtun Austur-Húnvetninga, hefst á morgun og hefur veðurspáin batnað með degi hverjum alla vikuna. Helgin lítur því ljómandi vel út. Síðdegis í dag ætla Blönduósingar í þéttbýli og dreifbýli að skreyta hús sín og nágrenni hátt og lágt. Þemað í bænum er sameiginlegt og eru allir hvattir til að notast við rauðan lit og ísbjarnarlógó. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið. Íbúar í götum og hverfum eru svo hvattir til að grilla saman í kvöld eftir að hafa sett upp skreytingarnar.

Í kvöld klukkan 22:00 verður haldið Blö-Quiz í Félagsheimilinu. Spyrlar verða Erna Björg Jónmundsdóttir og Rakel Ýr Jónsdóttir. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og er frítt inn. Eitís tónlist verður á fóninum og barinn opinn.

Dagskrá Húnavöku má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga