Fréttir | 13. júlí 2017 - kl. 17:04
Kvöldvakan er hápunktur Húnavöku

Margir vilja meina að hápunktur Húnavökunnar sé kvöldvakan á laugardagskvöldi. Á henni myndast skemmtileg stemmning þegar bæjarbúar og aðrir gestir koma saman í Fagrahvammi, á þessum fallega stað í hjarta Blönduósbæjar. Varðeldur er tendraður á bökkum Blöndu og allir sem einn taka þátt í fjöldasöng. Á laugardaginn mun enginn annar er Ingó Veðurguð stýra fjöldasöngnum í Fagrahvammi.

Kvöldvakan hefst klukkan 20:30 en þar munu Gunni og Felix skemmta, sigurvegarar í Míkróhúninum taka lagið ásamt Páli Óskari. Þá verða verðlaun afhent fyrir best skreytta húsið. Stórdansleikur Páls Óskars hefst svo klukkan 23:00 í Félagheimilinu og stendur fram á nótt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga