Íslandsmeistarinn Snjólaug
Íslandsmeistarinn Snjólaug
Fréttir | 16. júlí 2017 - kl. 08:24
Snjólaug Íslandsmeistari

Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss varð í gær Íslandsmeistari kvenna í Nordisk Trap en Íslandsmótið fór fram á skotsvæði Skotfélags Akraness. Snjólaug bætti Íslandsmet kvenna um heilar 27 dúfur og skaut 114/150. Þá setti hún einnig Íslandsmet með final en hún skaut 22 dúfur í úrslitum og lauk keppni með 136 stig sem jafnframt var hæsta skor mótsins.

Íslandsmeistari karla varð Ólafur Vigfús Ólafsson en hann skaut 108/150 og 21 í final og lauk keppni með 129 stig.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga