Fréttir | 19. júlí 2017 - kl. 12:19
Blönduhlaup gekk vel í fallegu veðri
Frá USAH

Blönduhlaup USAH var haldið í fallegu veðri síðastliðinn laugardag. Gekk hlaupið vel fyrir sig en alls tóku 27 hlauparar þátt sem er mun dræmari þátttaka en undanfarin ár. Af þessum 27 hlaupurum komu aðeins sex úr héraði. Engin þátttaka var í 2,5 km, 16 ára og eldri bæði í kvenna- og karlaflokki. Vonumst við til að fleiri heimamenn taki fram hlaupabuxurnar á næstu Húnavöku og byrji daginn á skemmtilegu Blönduhlaupi.

Í ár var hlaupið litaskipt, þeir sem hlupu með gul númer fóru 2,5 km, bleik númer hlupu 5 km og blá númer hlupu 10 km. Verðlaunaafhendingin fór fram á sviðinu klukkan 13:30 þar sem 1. sætið í hverjum flokki fékk verðlaunapening. Þar á eftir voru dregin út átta glæsileg útdráttarverðlaun sem SAH Afurðir, Vilko og Lagður (Hólabaki) gáfu. USAH vill þakka þeim innilega fyrir þessar flottu gjafir.

Sigurvegarar í hverjum flokki voru eftirfarandi:

2,5 km

15 ára og yngri, KVK: Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir 14:41

15 ár og yngri, KK: Sigurður Sveinn Guðjónsson 11:51

5 km

15 ára og yngri KK: Elyass Kristinn 25:22

16 – 34 ára KVK: Inga Birna Friðjónsdóttir 25:38

16 – 34 ára KK: Fannar Þór Heiðuson 18:04

35 ára og eldri KVK: Auður Aðalsteinsdóttir 25:50

35 ára og eldri KK: Auðunn Steinn Sigurðsson 29:55

10 km

34 ára og yngri KVK: Ingibjörg Signý Aadnegard 65:14

34 ára og yngri KK: Guðmundur Smári Guðmundsson 49:07

35 ára og eldri KVK: Edda Guðsteinsdóttir 57:44

35 ára og eldri KK: Ómar Árnason 49:29

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga