Fréttir | 24. júlí 2017 - kl. 10:54
Eldurinn tendraður á miðvikudaginn
Aðalviðburður ársins í Húnaþingi vestra

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á miðvikudaginn með glæsilegri skrúðgöngu í karnival – stíl á Hvammstanga. Kjötsúpa verður í boði og margvísleg skemmtun þegar eldurinn verður tendraður á hafnarsvæðinu. Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin og í ár hefur Menningarfélag Húnaþings vestra umsjón með skipulagi hennar.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og ættu allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi. Fastir liðir eins og undanfarin ár verða hverfakeppnin, tónleikar í Borgarvirki, Melló Músíka,fjölskyldudagur á laugardeginum og böll á laugardagskvöldinu.

Sjá nánar á heimasíðu Elds í Húnaþingi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga