Fréttir | 25. júlí 2017 - kl. 07:45
Tugir sektaðir fyrir hraðakstur

Lög­regl­an á Norður­landi vestra sektaði 69 manns fyr­ir of hraðan akst­ur um síðustu helg­ina. Sá sem ók hraðast mæld­ist á 147 km/​klst. Mbl.is greinir frá þessu. Þung um­ferð var um helg­ina fyr­ir norðan enda veðrið með ein­dæm­um gott þar. 

„Við vilj­um brýna fyr­ir fólki að sýna var­kárni og umb­urðalyndi í um­ferðinni,“ seg­ir Bjarnþóra María Páls­dótt­ir, lög­reglu­kona hjá lög­reglu­um­dæm­inu á Norður­landi vestra í samtali við mbl.is. Hún ít­rek­ar að nú þegar marg­ir eru í fríi í júlí og ferðist um landið með ferðavagna aki fólk gæti­lega því um­ferðarálagið eykst til muna þegar þeir eru komn­ir á veg­ina. 

Þegar um­ferðin er á 80 og 90 km/​klst þýðir ekk­ert að taka fram úr og stunda glæfra­akst­ur, seg­ir Bjarnþóra og tek­ur fram að Íslend­ing­ar geti helst tekið þetta til sín því þeir hafi stundað ógæti­leg­an akst­ur um helg­ina. 

„Við vilj­um öll koma heil heim, er það ekki?“ 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga