Fréttir | 11. ágúst 2017 - kl. 09:24
Ragna Fanney ráðin leikskólastjóri

Ragna Fanney Gunnarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri hjá Barnabæ á Blönduósi til eins árs. Jóhanna Jónasdóttir leikskólastjóri til margra ára óskaði eftir leyfi frá störfum frá og með 15. ágúst. Blönduósbær auglýsti stöðuna í júlí  en leikskólastjóri stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans. Barnabær er fjögurra deilda leikskóli og að jafnaði dvelja þar um 55-65 börn frá níu mánaða aldri.

Tvær umsóknir bárust um starfið, frá Sigríði Helgu Sigurðardóttur og Rögnu Fanneyju. Í fundargerð fræðslunefndar Blönduósbæjar frá 1. ágúst kemur fram að báðir umsækjendur hafi komið í viðtal hjá nefndinni og voru báðar metnar mjög hæfar í starfið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga