Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 20:35 0 0°C
Laxárdalsh. 20:35 0 0°C
Vatnsskarð 20:35 0 0°C
Þverárfjall 20:35 0 0°C
Kjalarnes 20:35 0 0°C
Hafnarfjall 20:35 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Nöldrið | 11. ágúst 2017 - kl. 09:36
Ágústnöldur

Kæru bæjarstarfsmenn, þið sem annist umhverfismálin hér í Blönduósbæ. Hvers vegna er kerflinum, þessari skaðræðisplöntu, leyft að leggja undir sig bæinn okkar. Hún vex um allan bæ, fyrir innan og utan á, uppi á brekkum og niður í fjöru og eirir engu. Hún æðir yfir og drepur allan annan gróður þar sem hún skríður fram. Hún meira að segja leggur undir sig lúpínubreiðurnar. Engin skepna lítur við þessari plöntu, hvorki fuglar né ferfætlingar.

Kerfillinn mun upphaflega hafa komið hingað til lands sem skrautplanta í garða og ekki er því að neita að hún er falleg í hæfilegu magni en allir sem rækta garða vita hvað hvimleiðar þær plöntur eru sem sá sér út og suður og æða um allan garðinn. Kerfillinn vill meira en það. Hann leggur undir sig heilu bæjarfélögin og fjallshlíðarnar ef út í það er farið og vill engin tré eða aðrar jurtir nálægt sér. Í fréttum Ríkisútvarpsins á dögunum var fjallar um kerfilinn meðfram vegum í Fljótum og hvað væri til ráða til að hefta útbreiðslu hans. Þar telja menn að fræ plöntunnar hafi borist með sláttutækjum sem vegagerðin notar þegar starfsmenn slá meðfram vegunum og er það mjög sennileg skýring. Það er vitað að í mörgum bæjarfélögum er hafin herferð til að hefta útbreiðslu kerfilsins og bæði notað til þess eitur og reynt að slá plöntuna áður en hún myndar fræ.

Ég veit að ég skrifa hér fyrir hönd margra bæjarbúa þegar ég biðla til ráðamanna hér í bæ að hefjast strax handa við að reyna að losa okkur við þessa leiðinda jurt. Bæjarstarfsmenn hljóta líka að gera sér grein  fyrir því að þess verður ekki langt að bíða að hún nemi land í Hrútey (sé hún ekki þegar komin þangað) og það er eitthvað sem ekki má gerast. Þá er búið með berjaling og annan lággróður í eyjunni og  þess verður ekki langt að bíða að gæsin forðaði sér þaðan því greinilega er hún er ekki hrifin af plöntunni enda ekkert æti að hafa inni í þessum villigróðri og erfitt með hreiðurgerð.

Fróðlegt verður að vita hvað kemur út úr samræðum sveitastjórna um sameiningu alls Norðurlands  vestra. Ráðamenn í Húnaþingi vestra hafa þegar blásið á tillögina og telja svona sameiningu  ótímabæra. Hugarfar íbúa Norðurlands vestra hefur mikið breyst ef samþykkt verður að hefja alvöru viðræður. Ekki er ólíklegt að í komandi sveitastjórnarkosningum næsta vor verði um þessar hugmyndir rætt og kannski leitað álits íbúa þessara svæða í kjörklefanum. Í undanfara þeirra kosninga verður forvitnilegt að heyra um stöðu mála í sölunni á Félagsheimilinu og um hótel- og blokkarbyggingar í tengslum við það. Einnig hvernig gangi að afla fjármagns, já og rafmagns, til álversins á Hafursstöðum og svo gagnaversvinnan öll síðastliðinn áratug. Líklega er um áratugur síðan fréttir komu fyrst í blöðunum um að bygging á því væri að hefjast hér í bæ. Við bíðum spennt eftir framboðsfundum vetrarins.

Ekki vil ég vera í hópi þeirra sem finna þessu sumri allt til foráttu. Það hefur verið alveg þokkalagt, kannski full lítil sól, en oft hlýtt og oft höfum við lifað verri sumur. Við íbúar beggja vegna Blöndu viljum sjá aftur hafist handa við Blöndubrúna og að framkvæmdum þar verði að fullu lokið og að hringtorgið verði stækkað eins og lofað var. Umferð í gegnum bæinn hefur verið gríðarleg í sumar og eykst sífellt.  Það hlýtur að  vera þörf á að stækka bílastæðin við N-1/ Nesti og jafnvel stækka skálann sjálfan en þar er alltaf fullt út úr dyrum. Svo er að heyra að verið hafi góð aðsókn að veitinga- og gististöðum hér í bænum í sumar og er það vel.  Mannfagnaðir í bænum í sumar hafa gengið vel og sannarlega lífgað upp á mannlífið. Má þar nefna Prjónagleði Jóhönnu Pálma, Smábæjaleikana og svo auðvitað Húnavökuna sem var frábær að vanda. Kærar þakkir fyrir mig og mína.

Nöldri kveður með von um gott og gjöfult haust.

Höf. Nöldri
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Glaðheimar
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið