Tilkynningar | 12. ágúst 2017 - kl. 00:04
Leikskólakennari óskast

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa við leikskólann Vallaból í Húnavatnshrepp frá og með 22. ágúst næstkomandi. Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir jákvæðum, duglegum, sveigjanlegum og metnaðarfullum einstaklingi, karli eða konu með góða skipulagshæfni ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Leikskólinn er þátttakandi í þróunarverkefninu „Málþroski og læsi – færni til framtíðar“.

Starfsmaður skal vinna við almenn uppeldisstörf með starfsmönnum leikskólans undir stjórn deildarstjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst næstkomandi. Umsóknir skulu sendar á netfangið skolastjori@hunavallaskoli.is eða til skólastjóra Húnavallaskóla, Húnavöllum, 541 Blönduós.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður B. Aadnegard í síma 4524370/8472664 eða í gegnum netfangið skolastjori@hunavallaskoli.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga