Grunnskóli Húnaþings vestra
Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 15. ágúst 2017 - kl. 10:50
Frí námsgögn í Húnaþingi vestra

Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra hefur lagt til við byggðarráð sveitarfélagsins að skólinn leggi til námsgögn fyrir nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða stílabækur, ritföng, reiknivélar og fleira. Byggðarráð samþykkti tillögu skólastjórans. Í haust verða því engir innkaupalistar, en foreldrar þurfa samt sem áður að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði ásamt ritföngum til afnota heima fyrir. Grunnskólinn verður settur miðvikudaginn 23. ágúst næstkomandi.

Enn fjölgar þeim grunnskólabörnum sem fá ókeypis námsgögn í haust. Ríkiskaup standa um þessar mundir fyrir sameiginlegu örútboði á námsögnum fyrir sveitarfélög sem ætla að bjóða grunnskólanemum ókeypis námsgögn á næsta ári. Sveitarfélög eins og Blönduós, Garður og Hafnarfjörður ætla að nýta sér útboðið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga