Fréttir | 21. ágúst 2017 - kl. 13:41
Auglýst eftir styrkumsóknum fyrir árið 2018

Sveitarstjórn Húnaþings vestra vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.  Á vef sveitarfélagsins er félagasamtökum og einstaklingum í Húnaþingi vestra, er hyggjast sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári, bent á að fylla út þar til gert eyðublað. Senda skal eyðublaðið ásamt fylgigögnum til skrifstofu sveitarfélagsins að Hvammstangabraut 5 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is eigi síðar en 15. september næstkomandi. 

Umsóknir sem kunna að berast að þeim fresti liðnum munu ekki njóta forgangs við afgreiðslu sveitarstjórnar.  Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Húnaþings vestra undir stjórnsýsla/eyðublöð.

Hyggist félagasamtök eða einstaklingar sækja um fjárstyrk vegna verkefnis eða málefna sem Húnaþing vestra veitti styrk til á árinu 2017 skal nýrri umsókn fylgja skrifleg greinargerð um ráðstöfun styrksins, að því er segir á vef Húnaþings vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga