Fréttir | 21. ágúst 2017 - kl. 13:47
Íbúahátíð Húnavatnshrepps

Íbúahátíð Húnavatnshrepps 2017 verður haldin í Húnavallaskóla föstudagskvöldið 25. ágúst næstkomandi klukkan 20:30. Sveitarfélagið býður íbúum sínum upp á grillmat og krökkunum upp á hoppukastala. Gestir þurfa sjálfir að koma með drykkjarföng eða versla þau á staðnum. Í auglýsingu frá sveitarfélaginu eru íbúar Húnavatnshrepps vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku fyrir miðnætti 23. ágúst næstkomandi.

Tilkynningin skal berast til:

Berglindar, Miðhúsum í síma 849-7307 eða

Maríönnu, Holti í síma 865-5633 eða

Pálma, Akri í síma 855-1807.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga