Fréttir | 12. september 2017 - kl. 19:33
Húnavatnshreppur veitir sérstakan húsnæðisstuðning

Líkt og sveitarfélögin Skagaströnd og Blönduós veitir Húnavatnshreppur sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðilar námsmanna yngri en 18 ára, sem leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili. Með húsnæði er átt við herbergi á heimavist, námsgörðum eða sambærilega aðstöðu á almennum markaði. Húsnæðisstuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð. Hann getur þó aldrei orðið hærri en 45.000 krónur á mánuði.

Í 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning, stendur m.a eftirfarandi: Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja húsnæði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Með húsnæði er átt við herbergi á heimavist eða námsgörðum eða sambærilegri aðstöðu á almennum markaði. Þegar fleiri en einn nemandi leigja saman íbúð getur húsnæðisstuðningur náð til þeirrar leigu enda sé gerður leigusamningur við hvern og einn. Um leigu á almennum markaði er gerð krafa um að hvorki umræddur nemandi né aðrir sem leigja húsnæðið séu náskyldir eða mikið tengdir leigusala. Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna nemenda skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð. Húsnæðisstuðningur vegna nemenda getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 45.000 kr/mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

Hér má finna: Umsóknareyðublað vegna sérstaks húsnæðisstuðnings

Hér má finna: Reglur Húnavatnshrepps um sérstakan húsnæðisstuðning

Námsstyrkir
Þeir nemendur framhaldsskóla sem lögheimili eiga í Húnavatnshreppi geta sótt um námsstyrk til sveitarfélagsins.

Hér má finna: Ákvörðun um námsstyrk

Hér má finna: Umsóknareyðublað um námsstyrk

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga