Úr Skrapatungurétt. Ljósm: Feykir.is
Úr Skrapatungurétt. Ljósm: Feykir.is
Fréttir | 20. september 2017 - kl. 15:21
Metþátttaka í stóðsmölun

Um síðustu helgi fór fram hin árlega stóðsmölun í Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungu rétt. Fjallkóngur var Skarphéðinn Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu. Í samtali við hann á Feyki.is kemur fram að aldrei hafa þátttakendur verið jafn margir og nú eða um 320 ríðandi gestir auk smala. Haft er eftir Skarphéðni að veðrið hafi verið gott þrátt fyrir rigningadembu. Á Feyki.is má sjá fjölda mynda úr réttunum.

Stóðsmölunin hófst að morgni laugardagsins og var lagt af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal og frá Gautsdal. Áð var í Kirkjuskarði um hádegi og svo var riðið til Skrapatunguréttar en þar tók við söngur, gleði og gaman. Réttað var á sunnudaginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga