Fréttir | 20. september 2017 - kl. 21:14
Stauraskrautið tekið niður
Frá prjónagröffurum

Nú eru haustvindarnir farnir að blása hressilega og kominn tími til að taka fallega skrautið okkar niður. Á morgun, fimmtudaginn 21. september kl. 16, ætla nokkrar vaskir graffarar að hittast við skólann og dreifa sér svo um bæinn með skærin á lofti til að taka niður skrautið. Vonandi slást einhverjir í hópinn, það eru allir velkomnir og margar hendur vinna létt verk.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga