Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 21:42 0 0°C
Laxárdalsh. 21:42 0 0°C
Vatnsskarð 21:42 0 0°C
Þverárfjall 21:42 0 0°C
Kjalarnes 21:42 0 0°C
Hafnarfjall 21:42 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Hvítserkur. Ljósm: stikill.123.is/Halla “sk.
Hvítserkur. Ljósm: stikill.123.is/Halla “sk.
Pistlar | 22. september 2017 - kl. 09:30
Stökuspjall: Munur á manni og Guði!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Þú byltist áfram, þú beljar og fossar
ó, Blanda sem áður fyrr.
Þig seiða og töfra sjávarsins kossar
í sál þér er hamingjubyr. BS

Húnavaka, ársrit USAH, geymir ritsmíðar, ljóð, æviþætti, ættfræði, fræði forn og skáldaþanka fjölmargra Húnvetninga og þakkarefni er starf Stefáns á Kagaðarhóli, Ingibergs á Skagaströnd, fjölmargra ungmennafélaga og ritnefndarmanna sem hafa lagt á sig mikið starf til að halda úti Húnavökunni. Þorsteini Matthíassyni skólastjóra gleyma þeir ekki sem nutu kennslu hans við Barna- og unglingaskólann á Blönduósi. Samstarf þeirra Stefáns Jónssonar kennara kveikti fyrsta ritið, upphafið að útgáfustarfinu sem stendur enn í fullum blóma eftir nær 60 ár.

Kollegi Þorsteins og fyrirrennari Steingrímur Davíðsson skólastjóri, sinnti einnig sveitarstjórnarmálum og stóð við stýrið þegar hreppurinn eignaðist land fyrir utan á og Barnaskólanum var valinn staður. Brynleifur læknir Steingrímsson flutti hátíðaræðuna á aldarafmæli staðarins 1976 og lauk henni með óði til Blöndu sem einnig var óður Blönduóss:

Hver þín alda var óskadraumur
hver ógn mitt vald og sorg.
Hvert þitt gljúfur minn gleðiflaumur
mín gæfa og framaborg. BS

Í sama Húnavökuriti, árið 1977, er ljóð föður hans, Steingríms skólastjóra um Fagra-Hvamm, hvamminn við fljótið, beint undan Barnaskólanum þar sem hann rifjar upp bjarta vornóttina:

Í ferska lundinn er ljúft að ganga
um ljósar nætur sem bjartan dag
þar bjarkarkrónur og blómin anga
en blæösp roðnar við sólarlag.
Þar öðlumst drauma við elfarniðinn
um andans björtustu vonarlönd.
Vorsótta færir oss fuglakliðinn
og fjallatindunum geislavönd.

Þeir sem hlusta á RUV1 hafa kannski heyrt viðtal við Jón Kalman árla dags 19. sept. Þar upplýsti rithöfundurinn að Jóhann Sigurjónsson og Kristján Fjallaskáld  eru skáldin sem leiða hann af stað í skáldsögunni Fiskarnir hafa enga fætur. Sagan er nú kvöldsaga á RUV1. Listamenn lifa á óhamingjunni, skáldið kemst ekki undan því að skrifa og svo vill það kannski berjast gegn óréttlæti, græðgi og heimsku. Skáldskapurinn er okkur blóð, örvænting, gleði og heimska, hann er okkur allt. Skáldið hafði ýmislegt að segja áheyrendum í þessu morgunspjalli þeirra Höllu Þórlaugar.

Jóhann frá Laxamýri var fyrsta skáldið sem Jón Kalman las, þá kominn um tvítugt en hafði til þess tíma mest lesið Ævintýrabækurnar og spennusögur en frá því hefur Jóhann verið í för með yngra skáldinu:

Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný,
– hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.

Þannig birtist miðvísan úr ljóði Jóhanns Heimþrá, vængjuð af léttleikanum en fær þyngslalegt andsvar frá þanginu í lokavísunni:

Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag. –
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.

Heimþráin er ekki síður nagandi en hver önnur þrá og er lituð af blóði í þessari leiftrandi mynd. Skáldaþankar Jóhanns birtast umbúðalausir þegar hann sest hjá Benedikt Gröndal, hinum snjalla meistara máls og mynda.

Ég fann að hjarta mitt hraðar sló
og hiti braust fram í kinnar.
Ég vildi tala, en á vörum dó
hver viðleitni tungu minnar.

Benedikt Gröndal var mikill félagi Jóns Árnasonar bókavarðar en faðir Gröndals, Sveinbjörn rektor Egilsson á Eyvindarstöðum, gerði Jón að heimiliskennara hjá sér áður en Jón lauk námi í Bessastaðaskóla og var hann sem einn af fjölskyldunni um árabil. Jón fæddist norður á Skaga. Frá bæjum í Hofssókn á Skaga reru útvegsbændur og þar var útræði bænda framan úr Langadal. Frá Höfnum á Skaga var var róið þegar fiskigengd var norðanlands. Vermenn sóttu svo vestur undir jökul og til Suðurnesja þegar fisklaust varð nyrðra.

Ásbúðir á Skaga eru austasti bær í sinni sveit. Þaðan reri Erlendur á Holtastöðum fyrsta miðvikudag í vetri árið 1796 þegar ofsaveður hrakti fáliðaða skipshöfn hans allt austur á Flateyjardal. Var þá einn skipverja örendur en hinir hart leiknir sem von var, að berjast dögum saman við stórsjóa í opnum báti. Til Grímseyjar sáu þeir á lokadegi hrakninganna, en þetta sama haust flutti Grímseyjarpresturinn Árni Illugason vestur á Skaga og tók við staðnum á Hofi. Þar fæddist síðar áðurnefndur  Jón þjóðsagnasafnari, sonur prestsins og þriðju konu hans, Steinunnar Ólafsdóttur ljósmóður og systur Guðríðar í Háagerði. Um Hraknings-Erlend orti Rúnar Kristjánsson:

Erlendur með afli og dug
ógnar varðist grandi.
Braust í gegnum báruflug,
bjargaði sér að landi.

Ekkert niður dáð hans drap,
drift í kófi meina.
Í honum var íslenskt skap
sem uppgjöf þekkti ei neina.

Þar var kappið kjarnamanns
kynnt með þoli bestu.
Njóti í öllu niðjar hans
nafns og ættarfestu.

Til Erlendar Guðmundssonar á Holtastöðum má rekja ættir margra Húnvetninga en dóttir hans, Ósk í Sólheimum og kona Pálma Jónssonar, var móðir Ingiríðar á Stóra-Búrfelli, Bjargar á Tindum, Erlendar í Tungunesi, Ingibjargar í Holtastaðakoti, Elísabetar á Eyvindarstöðum, Jóns Pálmasonar í Stóradal og Sigríðar á Snæringsstöðum í Svínadal, öll alsystkin. Nafn ömmu sinnar bar Ósk á Eyvindarstöðum, móðir söngstjóranna, Þorsteins og Gísla Jónssona og mörg börn hafa síðan verið skírð Ósk eða Óskar –  skyld eða vensluð. Skáldið Gísli Ólafsson var bróðursonur Óskar á Eyvindarstöðum, sonur Ólafs bróður hennar á Eiríksstöðum og kenndi sig við þann bæ, en bjó lengst á Sauðárkróki. Gísli orti söguljóð eins og skáldin hér að ofan. Eitt var um ástir Kolfinnu á Geitaskarði og Hallfreðar sem vandræðaskáld var kallaður:

Sumarstund ei staðar nemur.
Stjörnur brosa á himinhveli.
Hallfreður að kvöldi kemur.
Kolfinna er enn í seli.

Lokastöku til þessa versaspjalls skulum við sækja norður á Melrakkasléttu. Þar varpaði athugull maður fram þeirri spurningu hvort eitthvað væri að marka veðurspána hans Jóns Eyþórssonar. Sigurður Árnason verksmiðjustjóri á Raufarhöfn reifaði umræðuna:

Mikill liggur munur í
maður og Guð að vera.
Annar getur upp á því
hvað ætli hinn að gera.

Tilvísanir:
Húnavaka – pantanir: usah540@simnet.is 
Óður minn til Blöndu: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5495
Ljóð Steingríms skólastjóra: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5496
Viðtal Höllu Þórlaugar við Jón Kalman: http://ruv.is/sarpurinn/ras-1/skaldskapurinn-flettir-ofan-af-heiminum/20170919
Heimþrá: http://bragi.info/ljod.php?ID=3123
Hjá Benedikt Gröndal: http://bragi.info/ljod.php?ID=3431
Annríki á biskupskontór, bréf Gröndals:  http://stikill.123.is/blog/2016/08/02/752437/
Jón Árnason frá Hofi: http://stikill.123.is/blog/2016/08/16/753120/
Halldóra Bjarnadóttir frá Háagerði og Jón Árnason: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/06/
Erlendur á Holtastöðum 1796: http://stikill.123.is/blog/2017/09/12/769548/
Rúnar Kristjánsson/fleiri ljóð: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=16158 og http://stikill.123.is/blog/record/433389/
Gísli frá Eiríksstöðum: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=g0&ID=2976
Sigurður á Raufarhöfn: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=30129
Erl. G. – Erl. P.og Erl. Klem. http://stikill.123.is/blog/2017/07/30/767924/

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Glaðheimar
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið