Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 18. október 2017 - kl. 16:24
Léttitækni á N4

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 tók á dögunum hús á fyrirtækinu Léttitækni á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir og selur tæki sem létta dagleg störf, s.s. borðvagna á hjólum, trillur og hillukerfi. Höfuðstöðvar Léttitækni eru á Blönduósi en söludeild starfrækt í Reykjavík þar sem stærsti markaður fyrirtækisins er. Í þættinum Að norðan er rætt við Péturínu Laufeyju Jakobsdóttur skrifstofu- og starfsmannastjóra um starfsemina.

Þegar Péturína Laufey er spurð í lok viðtalsins að því hvort það sé ekki hagstæðast að vera með fyrirtækið fyrir sunnan, þar sem aðalmarkaður þess er, svarar hún: „Okkur finnst við alls ekki vera á vitlausum stað. En eflaust ef við myndum setja þetta upp í excel, sem við höfum engan áhuga á. Okkur líður vel hér og viljum vera hér.“

Þáttinn má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga