Millur Agnesar
Millur Agnesar
Fréttir | 20. október 2017 - kl. 16:19
Kvöldkaffi og sýningaropnun á Byggðasafninu

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna býður til kvöldkaffis og opnun sýningarinnar „Sakamál í Húnaþingi,“ miðvikudaginn 1. nóvember næstkomandi klukkan 20 til 22. Tekin verða fyrir þrjú fræg sakamál frá 19. öld og sýndir verða gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar, en þær eru sagðar hafa fundist með beinum hennar þegar þau voru færð í vígða mold.

Sýningin er styrkt af Ferðamálafélagi Húnaþings vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga