Ljósm: tindastoll.is
Ljósm: tindastoll.is
Fréttir | 05. desember 2017 - kl. 10:32
Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi á laugardaginn. Keppendur voru 42 frá þremur júdófélögum á Norðurlandi; Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri. Fimm keppendur Pardusar unnu til gullverðlauna mótinu, þau Brynleifur Þorsteinsson, Baltasar Guðmundsson, Sigurjón Guðmundsson, Aron Traustason og Þeyr Guðmundsson.

Greint er frá þessu á vef Tindastóls og þar segir að þótt félögin þrjú hafi hjálpast við mótshaldið, þá hafi Pardus borið hitann og þungann af skipulagningunni. Mótið fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og var þátttakendum og foreldrum boðið frítt í sund ásamt því sem keppendum var boðin heit súpa eftir mótið.

Úrslit mótsins og myndir frá því má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga