Rafbókasafnið
Rafbókasafnið
Fréttir | 14. desember 2017 - kl. 15:28
Héraðsbókasafnið með aðgang að Rafbókasafninu

Héraðsbókasafn Austur-Húnvetninga er komið með aðgang að Rafbókasafninu sem opnað var 30. janúar á þessu ári. Á Rafbókarsafninu er hægt að nálgast raf- og hljóðækur á vegum OverDrive, sem er bandarískt fyrirtæki. Meginhluti efnisins er á ensku, en stefnt er að því að fá meira íslenskt efni inn sem fyrst. Sagt er frá þessu á Facebook síðu héraðsbókasafnsins.

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Hingað til hefur aðgangur að safninu verið takmarkaður við lánþega stærstu almenningsbókasafnana en nú er það opið öllum lánþegum almenningsbókasafna á Íslandi.

Rafbækurnar má ýmist lesa á vef Rafbókasafnsins eða á snjalltækjum í gegnum t.d. Overdrive-appið. Skilyrði fyrir notkun er gilt lánskort hjá bókasafninu. Nánari upplýsingar má finna á vef Rafbókasafnsins eða á safninu en stefnt er á að halda örnámskeið um notkun safnsins fljótlega eftir áramótin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga