Pistlar | 08. janúar 2018 - kl. 18:15
Viljum við hafa fiskbúð á Blönduósi?
Eftir Björn Þór Kristjánsson

Í sumar opnaði fiskbúðin Fisk á disk að Efstubraut 1 á Blönduósi.

Þar er mikið og gott úrval af nýjum ferskum fiski og fiskréttum, allt framleitt á staðnum úr fersku og góðu hráefni og framúrskarandi þjónusta.

Gísli Gíslason og fjölskylda eiga heiður skilið fyrið að halda úti þessari starfsemi.

Það eru forréttindi fyrir okkur Húnvetninga að hafa aðgangi að nýjum ferskum fiski alla dag og við verðum að hafa það í huga að það er ekki sjálgefið að þetta litla fyritækið verði hér um aldur og ævi.

Fyrir mitt fyrirtæki er mjög mikilvægt að hafa aðgang að ferskum fiski alla daga, þannig að við getum boðið okkar viðskiptavinum ávallt upp á gott og ferskt hráefni, það er grunnurinn að góðri máltíð.

Í okkar litla og brothætta samfélagi þurfum við á hvort öðru að halda, svo ég mæli með að hver fjölskylda á Blönduósi og nærsveitum kaupi ferskan góða fiski minsta kosti tvisvar í viku, því ferskur fiskur er bæði hollari og betri er frosin, „ef við viljum halda fiskbúð í rekstri hér á Blönduósi“ það er undir okkur komið.

Björn Þór Kristjánsson
​B&S Restaurant Blönduósi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga