Fréttir | 11. janúar 2018 - kl. 12:57
Gestum fjölgar minna en áður

Heimsóknum í Upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga fjölgaði um 8% árið 2017 samanborði við 2016 en alls var gestafjöldinn í fyrra 42.481. Fjölgunin er mun minni en árin á undan sem er merki þess að dregið hefur úr fjölgun ferðamanna á svæðinu. Til dæmis þá fjölgaði gestum um 44% milli áranna 2015-2016 og 35% 2014-2015. Upplýsingamiðstöðin er staðsetta í Selasetri Íslands á Hvammstanga og inn á safn Selasetursins borguðu sig 13.417 gestir árið 2017 sem er 12% aukning frá árinu 2016.

Þetta kemur fram á vef Selasetursins. Þar segir einnig að bráðabirgðatölur sýni að veltusamdráttur í fyrra sé 29% milli ára og að gera megi ráð fyrir því að ferðamenn hafi haldið mikið við sig í minjagripaverslun og afþreyingu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga