Pistlar | 23. janúar 2018 - kl. 21:58
Félags- og tómstundastarf Blönduósbæjar
Tilkynning frá Félags- og tómstundastarfi aldraðra

Kæri íbúi / búar.

Við viljum bjóða þér (ykkur) að koma og stunda félags og tómstundarstarf aldraðra sem rekið er af Blönduósbæ. Um er að ræða þjónustu sem er opin öryrkjum og þeim sem hafa náð 60 ára aldri og eiga búsetu á Blönduósi / dreifbýli eða Húnavatnshrepp. Gaman væri að sjá nýja einstaklinga sem eru hættir á vinnumarkaðinum.Tökum öllum fagnandi.

Starfsemin fer fram í kjallara Hnitbjargar ( Flúðabakka 4 ) á mánudögum og fimmtudögum frá 14:00-17:00 frá september til maí loka.

Húsnæðið skiptist í tvo sali, í öðrum salnum fer fram fjölbreitt handavinna af ýmsum toga púsl og fl. Hver og einn getur komið með sýna handavinnu að heiman. Við reynum að þjónusta ykkur með vörur eins og okkar kostur er. Í hinum salnum er spilað bridge, vist, lomber og hvað sem hentar hverju sinni. Þeir sem spila hjá okkur finna sér spilafélaga og koma sér upp spilahóp. Í þeim sal er einnig drukkið kaffi.

Kaffi er drukkið kl. 15:30 sem greitt er fyrir hverju sinni. Einnig er hægt að koma og kaupa sér kaffi og spjalla í leiðinni við skemmtilegt fólk.

Tómstundir er mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. Einstaklingum er bæði holt og gott að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki síst fyrir þá sem eru hættir að vinna. Félagsstarf er kjörin vettvangur til að finna verkefni við hæfi hvers og eins. Það er okkur öllum nauðsynlegt að eiga afþreyingu og rjúfa félagsslega einangrun. Það eykur andlegan og líkamlega vellíðan.

Boðið er upp á akstur á 540 svæðinu og setur hver og einn sig í samband við Sigfús Óla M Sigurðssonn gsm 8996148.

Verið ávallt velkomin til okkar.

Fyrir hönd félagsstarfsins.

Sigríður Hrönn Bjarkadóttir (Sísa)

Sími félagsstarfsins er 4524914 netf sisab@blonduos.is.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga