Fréttir | 12. febrúar 2018 - kl. 10:32
Dagskrá 112 dagsins fer fram í dag

Dagskrá 112 dagsins, sem fram átti að fara í gær 11. febrúar, fer fram í dag klukkan 17. Fresta þurfti dagskránni í gær vegna veðurs. Klukkan 17 verða uppákomur í Húnavatnssýslunum báðum, á Hvammstanga og á Blönduósi. Viðbragðaðilar bjóða öllum sem vilja í hópakstur um Hvammstanga og verður lagt af stað frá Húnabúð. Að hópakstrinum loknum verður ný slökkvibifreið Brunavarna Húnaþings vestra afhent formlega. Þá verður opið hús, tertur og kaffi til í slökkvistöðinni.

Hægt verður að skoða búnað og tæki allra viðbragðsaðila og kynnast starfseminni sem fram fer hjá Björgunarsveitinni Húnum, Hvammstangadeild RKÍ, Sjúkraflutningum Húnaþings vestra, Brunavörnum Húnaþings vestra og lögreglunni.

Á Blönduósi verður dagurinn með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár. Eftir akstur viðbragðsaðila um Blönduósbæ, eða uppúr klukkan 17, ætla þeir að staðnæmast við húsnæði slökkviliðsins svo hægt verður að skoða bílaflotann, sem og önnur tæki. Kaffi, Svali og bakkelsi verður í boði fyrir gesti og gangandi.

Viðbragðsaðilar hvetja alla til að koma og skoða búnað þeirra og þiggja fræðslu um starfsemi þeirra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga