Frá 112 deginum á Blönduósi. Ljósmyndir: FB/Bf.Blanda
Frá 112 deginum á Blönduósi. Ljósmyndir: FB/Bf.Blanda
Fréttir | 13. febrúar 2018 - kl. 13:52
Haldið upp á 112 daginn

Viðbragðsaðilar á Blönduósi héldu upp á 112 daginn í gær en vegna veðurs var dagskránni frestað um einn dag. Farinn var rúntur um bæinn og að því loknu var farið í Slökkvistöðina þar sem boðið var upp á svala, kaffi og bakkelsi. Þar var hægt að skoða tæki og tól viðbragðsaðila og farið var yfir búnað vélsleðamanna og sjúkrabörur björgunarfélagsins prófaðar. Þá var yngstu kynslóðinni boðið að fara smá hring í snjóbílnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga