Fréttir | 22. febrúar 2018 - kl. 15:07
Ráðið í starf sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að ráða Lúðvík Friðrik Ægisson í starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins. Lúðvík Friðrik er vélstjóri að mennt með BSc í véla- og orkufræði. Ellefu umsóknir bárust um starfið sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun janúar en ein umsókn var dregin til baka. Starf sviðstjóra felst í að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita.

Einnig fer sviðið með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga