Fréttir | 12. mars 2018 - kl. 15:35
Spennandi prjónasamkeppni á Prjónagleði 2018

Prjónagleði, árleg prjónahátíð Textílseturs Íslands og samstarfsaðila, verður haldin í þriðja sinn á Blönduósi í 8.-10. júní í sumar. Haldin verður spennandi prjónasamkeppni, „hönnuð peysa“ með þemanu „100 ára fullveldi Íslands“. Munu þær peysur sem komast í úrslit verða til sýnis á hátíðinni. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir 1.-3. sætið í samkeppninni.

Einnig verður boðið upp á um 20 mismunandi prjónatengd námskeið sem haldin verða í Kvennaskólanum. Sölubásar verða í Félagsheimilinu en þar verður til sölu úrval af prjónatengdum vörum.

Aðalmarkmiðið með Prjónagleði er að leiða saman áhugafólk, fagfólk og alla þá sem vilja læra meira og deila af reynslu sinni og sögum í sambandi við prjón.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.prjonagledi.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga