Fréttir | 12. mars 2018 - kl. 15:51
Slysagildar við beygju inn Miðfjarðarveg

Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar löngu tímabærum viðhaldsframkvæmdum á brúnni yfir Miðfjarðará en um leið ítrekar hún ábendingar sínar til Vegagerðarinnar um slysagildru við beygju inn Miðfjarðarveg númer 704, austan megin við brúna. „Útskot til að aka framhjá bifreiðum sem stöðva á þjóðveginum til að beygja í átt að Laugarbakka er alltof stutt og mjótt til að það þjóni tilgangi sínum og hefur oft legið við stórslysi sökum þess,“ segir í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar 8. mars síðastliðinn.

Sveitarstjórn fer þess á leit við Vegagerðina að samhliða viðhaldi á brúnni verði útskotið lengt og breikkað og beygjuafrein mörkuð í veginn til að ekki komi til alvarlegs slyss á þessum stað. Einnig sér sveitarstjórn ástæðu til að ítreka beiðni um lýsingu við gatnamótin vegna stóraukinnar umferðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga