Borðeyri. Ljósm: hunathing.is
Borðeyri. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 12. mars 2018 - kl. 17:05
„Plássið“ verður verndarsvæði í byggð

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Húnaþing vestra samþykkti sveitarstjórn að sá hluti Borðeyrar við Hrútafjörð sem stendur á svokölluðum Borðeyrartanga og lengi gekk undir viðurnefninu „Plássið“ verði gerður að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði. Með þessu vill Húnaþing vestra staðfesta menningarsögulegt gildi verslunarstaðarins á Borðeyri.

Í bókun sveitarstjórnar segir: „Markmið þess að gera hluta Borðeyrar að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggð á Borðeyri með þeim hætti að söguleg arfleifð kaupstaðarins fái notið sín og gildi hennar undirstrikað gagnvart heimamönnum jafnt sem aðkomufólki en þó ekki síst gagnvart komandi kynslóðum.“

Byggingafulltrúa var falið að auglýsa tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi lög og reglugerðir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga