Kattarauga. Ljósm: ust.is
Kattarauga. Ljósm: ust.is
Fréttir | 13. mars 2018 - kl. 10:31
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Kattarauga birt til kynningar

Fulltrúar Húnavatnshrepps, Umhverfisstofnunar og landeigenda Kornsár 2 í Vatnsdal hafa undanfarið unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kattarauga. Á vef Húnavatnshrepps hefur áætlunin verið birt til kynningar. Kattarauga var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og var markmiðið með friðlýsingunni að vernda tjörnina Kattarauga, hólmana sem í henni eru og tjarnarbakkana.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Kattarauga er ætlað að vera stefnumótandi og hugsuð sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Kattarauga og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins. Í henni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt aðgerðaáætlun til 5 ára.

Stjórnunar- og verndaráætlunina má sjá hér.

Auglýsingu um friðlýsingu má sjá hér.

Nánari upplýsingar má sjá hér.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 23. mars nk. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu stofnunarinnar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, ingibjorgbj@umhverfisstofnun.is, eða í síma 591-2000.

Tengd frétt:

Undirbúa gerð verndaráætlunar fyrir Kattarauga

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga