Fréttir | 19. mars 2018 - kl. 10:02
SSNV ályktar um stöðu millilandaflugs á Norðurlandi

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til kaupa á nauðsynlegum aðbúnaði fyrir Akureyrarflugvöll svo ekki þurfi í framtíðinni að vísa flugumferð frá Akureyri til Keflavíkur. Þá bendir stjórn SSNV á mikilvægi þess að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók verði byggður upp sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og skorar stjórnin á stjórnvöld að láta kanna kosti þess.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum 20. febrúar síðastliðinn. Í henni segir einnig: „Með áframhaldandi vexti ferðaþjónustunnar er mikilvægt að umferð ferðamanna dreifist um landið.  Það er því mikilvægt að Akureyrarflugvöllur sé búinn þeim búnaði sem þarf til að geta mætt öllum þeim hindrunum sem upp geta komið, m.a. af veðurfarslegum ástæðum. Með þeirri vinnu sem unnin hefur verið í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga, um Norðurland sem áfangastað millilandaflugs, hefur verið lögð áhersla á að flugvöllurinn sé tilbúinn fyrir millilandaflug og rekstur hans sé tryggður.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga