Frá tónleikum í Guðríðarkirkju. Ljósm: FB/Karlak.Bólstaðarhlíðarhr.
Frá tónleikum í Guðríðarkirkju. Ljósm: FB/Karlak.Bólstaðarhlíðarhr.
Fréttir | 20. mars 2018 - kl. 10:08
Karlakórinn gerði góða ferð suður

Rúmlega fjögur hundruð manns sóttu tvenna tónleika Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps um síðustu helgi. Kórinn hélt tónleika á Akranesi á föstudagskvöldinu og í Guðríðarkirkju í Reykjavík á laugardeginum og var húsfyllir á báðum tónleikunum. Efnisskráin kallaðist „Bó og meira til“, blönduð af almennum karlakórssöng og léttara efni með hljómsveit. Einsöngvarar á tónleikunum voru Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Guðmundur Rúnar Halldórsson. Hljómsveiti Skarphéðins Einarssonar lék með.

Á YouTube rás Hugrúna Sifjar er hægt að sjá myndbrot frá tónleikunum en í því syngur hún með kórnum lagið Tvær stjörnur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga