Jóhanna í heimsókn í Húnavallaskóla.
Jóhanna í heimsókn í Húnavallaskóla.
Heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið.
Heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið.
Fréttir | 20. mars 2018 - kl. 11:34
Vinna verk með tilvísun í fullveldisafmælið

Húnavallaskóli tekur þátt í skemmtilegu verkefni á vegum Textílsetursins. Markmiðið er að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta því fyrir sér hversu mikilvægt fullveldið og prjónaskapur er fyrir Íslendinga. Um leið er aukin þekking á prjóni og mikilvægi þessa þjóðarfs í sögu landsins. Nemendur vinna verk sem hefur tilvísun í fullveldisafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri. Verkið verður sýnt á Prjónagleði 2018, sem haldin verður á Blönduósi í júní, og síðan mun það prýða súlu í Leifsstöð. Sagt er frá þessu á vef Húnavallaskóla.

Í síðustu viku heimsótti Jóhanna Pálmadóttir, forstöðumaður Textílsetursins, nemendur í 4.-8. bekk og hóf verkefnið formlega. Í verkið er notuð ull í fánalitunum og prjónaðir eru bútar sem verða settir saman í teppi. Allir í skólanum geta tekið þátt.

Heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið
Á vef Húnavallaskóla er einnig sagt frá því að í síðustu viku hafi nemendur í 4. og 5. bekk farið í árlega heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið. Eins og venja er fengu nemendur leiðsögn og fræðslu um safnið. Einnig fengu þau að spreyta sig á að vefa, kemba og spinna ull.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga